24.6.08

Múska múska!!!

hrópaði Irina forðum. Þá var mús á skrifstofunni þeirra Óla.

Óli það er mús!!! hrópaði ég rétt í þessu. Já það er satt. Það er mús í eldhúsinu. Hún hljóp undan ísskápnum undir eldavélina. Ætl´ún kunni að elda rattatúí? Mér finnst það svona aðeins óþægileg tilhugsun að það sé mús í eldhúsinu, sérstaklega daginn fyrir svaka fína veislu, en hvað getur maður gert? Óli ætlaði eitthvað að fara að pota undir eldavélina með kústinum en til hvers er það? Hún hleypur bara eitthvert annað. Ég get ekki ímyndað mér annað en hún kunni á eldhúsið miklu betur en við Óli frá hennar sjónarhorni. Svo ég æpti á hann hvað hann væri að gera, hann væri ekki með neitt plan. Ég vona bara að ég geti setið á mér að segja gestunum frá´essu. Ég sem er búin að þrífa allt hátt og lágt.

Comments:
Úff... mús :-/ ...Samt svona skemmtilega ævintýralegt að sjá mús heima hjá sér :-) ...Samt ekki :-/ hehe... Mér dreymdi að það var allt krökt af músum í íbúðinni okkar um daginn, mjög mjög mjög óþægilegur draumur :-) Anywho, innilega til hamingju með kallinn, frábær áfangi, ég bið innilega að heilsa honum og hamingjuóskir. Komið þið e-ð til Ísl. í sumar? Ég og Hjössi ætlum nefninlega að gifta okkur 30. ágúst og ykkur er boðið. Ég mun senda ykkur boðskort hvort sem þið komist eður ei... það væri bara gaman að vita það! Ég ætla að fylgjast með blogginu þínu næstu daga til að sjá hvort þú svarir mér. Knús og kiss frá klakanum :-*
 
Til hamingju dúllurnar mínar, en hvað ég vildi að ég kæmist en ég var að fá að vita það að ég er að fara í siglingu akkúrat í byrjun sept. Og það verður líka með útskriftarveisla hérna 29. ágúst. Svo því miður held ég að ég komist ekki. Leiðinlegt, en ég verð bara að fá að heyra all about it og sjá myndir þegar við sjáumst næst.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?