26.6.08

Óli minn PhD

Jæja nú er ég stolt, og þunn, eiginkona. Óli minn stóð sig með svo mikilli prýði að annað eins hafði ekki sést í langan tíma. Hugsanlega ekki í hundrað ár.

Partýið var líka svaka fínt. Það var kampavín og kynstrin öll af ostum og ávöxtum. Prófessorar, nemendur og smábörn komu saman, skáluðu og göntuðust. Óli sagði brandara.

Í dag er of heitt til að gera nokkurn skapaðan hlut og á morgun eigum við enn eitt brúðkaupsafmælið. Ég hugsa að mér finnist skemmtilegra að eiga brúðkaupsafmæli heldur en bara afmæli. Miklu skemmtilegra að verða sex heldur en þrjátíu. Jæja, ætli ég fari ekki að reyna að gera eitthvað pródúktíft. :-Þ

Comments:
til hamingju með tjadlinn!

Vala
 
One down oe to go!

Innilegustu hammingu óskir (aðallega til Óla en til þín líka :)

Biz de ta soeur
 
Til hamingju með Óla og gráðuna :-) og kærar þakkir fyrir póstkortið! Prýðir ísskápinn og léttir lund á hverjum degi.

Allra bestu kveðjur til ykkar beggja frá Beggu frænku
 
Þakka ykkur kærlega fyrir kveðjurnar, Begga, Sunnsa og Vala
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?