9.6.08

Hold on

Hversu mikið mál er að vera fararstjóri? Smá mál kannski. Verð að ausa úr skálum fjölbreytilegra tilfinninga í samabandi við eitt atriði tengt því að vera fararstjóri. Og núna ég er að tala um siglinguna. En það eru samskiptin við Omega rútu fyrirtækið. Jæja, ég nenni nú eiginlega ekki að segja alla söguna þar sem hún er löng og ekki nógu spennandi, en ég get gefið samantektina. Og hún er sú að undanfarna daga er konan sem vinnur á rútustöðinni búin að setja mig "on hold" svona 50 sinnum. Óýkt.

Fyrst var ég þreytt á að hlusta á rumsuna sem er spiluð aftur og aftur. Síðan varð ég svaka svekkt í hvert skipti sem hún setti mig on hold. Á endanum öskraði ég á hana "ekki setja mig on hold!!!" en það hjálpaði ekki mikið. Eftir skammvinnt taugaáfall náði ég að vinna úr þessum tilfinningum og núna, þegar ég hringdi til að staðfesta, sure enough, hún setti mig on hold. Í þetta skiptið var ég andlega undirbúin og lét það ekki á mig fá.

Ferðin er öll að púslast saman. Það verður planes, boats and automobiles. Og tækið mitt virkar svaka vel. Jei.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?