22.6.08

halló

Jæja. Hvað er að gerast í Chicago þessa dagana?

Við erum að skipuleggja partí. Útskriftar eða reyndar frekar varnar-partí. Óli er að fara að verja doktorsritgerðina sína á miðvikudaginn og þá verður kokteilpartí. Nefndinni er boðið og vinum okkar sem eru í bænum. Ég er búin að standa á haus að þrífa um helgina. Einu skiptin sem ég geri það er fyrir partí eða gesti sem ætla að gista. Það var aðeins of langt síðan við héldum partí síðast. Svaka mikið ryk útum allt. Anyways.

Ég er líka búin að vera að vinna í gögnunum. Búin að skrifa skýrslu. Og senda proffanum. Loksins búin að jafna mig eftir volkið á sjónum. Var eiginlega bara veik af svefnleysi. Nú líður mér betur. Það er svo gott að vera í Chicago, sérstaklega Hyde Park. Hér er svo fallegt. Allt grænt og blómstrandi. Svalirnar mínar eru líka svo gróskulegar. Ég er með tómata, myntu (margar tegundir), basil, dill, lotnarblóm, papriku, steinselju, einhver blóm (morgunfrúr máski), prairie grös og annað sem ég þekki ekki, appelsínutré, sítrónutré og öll stofublómin mín og Emilíu á svölunum. Þetta eru flottustu svalirnar í öllu hverfinu. Mér finnst geðveikt gaman að vera með svona mikið dót á svölunum. Og geta bara farið út og tínt í matinn. Jei. Annars er ég líka orðin meðlimur í Mennonite samfélaginu hérna.. eða þannig, keypti hlut í kú. Hann gefur mér rétt á ógerilsneyddri mjólk og smjöri. Jess. Hlakka ekkert smá til að fá alvöru smjör. Og Jersey mjólk. Jömmí jömmí.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?