30.5.08
Thesis mode
Það hlaut að koma að því að maðurinn minn færi að skrifa doktorsritgerðina sína. Reyndar er orðið svolítið síðan hann byrjaði, en nú sér fyrir endann á því. Því er það að ég finn mig niðri í kjallara í Eckhart, lengst innaf ganginum í gluggalausri skrifstofu kompu að vinna að kvikmyndagerð, seint á föstudagskvöldi. Ég er að búa til "kvikmynd" af ögnunum mínum þar sem þær sökkva, brotna og finna hvor aðra í myrkrinu. Býst ekki við að kvikmynd þessi nái inn fyrir sýningasali sambíóanna, en sennilega í fyrirlestrasal jarðeðlisfræðideildarinnar í næstu viku, þar sem hún mun án efa vekja mikla lukku áhorfenda. Kannski. Frumsýning er semsagt á expo, uppskeruhátíð nemenda í deildinni minni.