21.5.08
Spennandi tímar
Það er svaka spennandi að vera vísindamaður. Ég vildi óska að ég gæti verið það alla ævi. Sjáum til.
Að skrifa úrdrátt að fyrirlestri er alltaf sérstaklega spennandi. Núna er expo að koma, eitt skiptið enn. Expo er uppskeruhátíð nemenda, þá halda flestir nemendur fyrirlestur um rannsóknir sínar. Ég var einmitt núna að skrifa úrdráttinn. Ég er að fara að tala um nýjungina í líkaninu sem ég er búin að vera að vinna í í vetur. Það eru bara nokkrir dagar síðan við sannfærðumst um að þetta er sennilega góð líking svo engar niðurstöður eru komnar. En það er nú það áhugaverða. Niðurstaðan, ekki aðferðin. Aðferðin er kannski áhugaverð en ekki ein og sér. Það væri eins og Anna Hrund myndi sýna öllum skæri, límband og málningaprufur. Sumum myndi finnast það áhugavert en aðalatriðið er flennistóra meistaraverkið sem hangir á veggnum.
Svo nú taka við spennandi tvær vikur. Að fá niðurstöðurnar sem ég lofa að koma með. Og hverjar verða þær? Það er ekki gott að vita. Að sumu leyti er auðveldara að skrifa úrdrátt ef maður veit ekki um hvað maður mun tala. Þá þjappast heil málsgrein niður í setninguna "við munum sýna niðurstöður úr líkaninu".
Annað spennandi sem er að gerast í Bandaríkjunum þessa dagana eru forkosningarnar. Obama er kominn með meirihlutann sem hann þarf. Það virðist vera ljóst að hann muni verða forseta efni demókrata. En það er eitthvað óljóst samt. Ég myndi segja að þetta sé farið að verða aðeins einkennilegt. Hillary bara neitar að horfast í augu við að hún hafi beðið í lægri hlut gegn Barak. NPR getur ekki leynt því að þar halda menn með Barak. Fréttastofan lýsti því yfir að samkvæmt þeim væri Barak næsta forseta efnið. Það er ekkert smá góð og algjörlega ný tilfinning fyrir mig að sá sem maður heldur með sé að vinna. Auðvitað er þetta rétt að byrja en þetta fer vel af stað.
Að skrifa úrdrátt að fyrirlestri er alltaf sérstaklega spennandi. Núna er expo að koma, eitt skiptið enn. Expo er uppskeruhátíð nemenda, þá halda flestir nemendur fyrirlestur um rannsóknir sínar. Ég var einmitt núna að skrifa úrdráttinn. Ég er að fara að tala um nýjungina í líkaninu sem ég er búin að vera að vinna í í vetur. Það eru bara nokkrir dagar síðan við sannfærðumst um að þetta er sennilega góð líking svo engar niðurstöður eru komnar. En það er nú það áhugaverða. Niðurstaðan, ekki aðferðin. Aðferðin er kannski áhugaverð en ekki ein og sér. Það væri eins og Anna Hrund myndi sýna öllum skæri, límband og málningaprufur. Sumum myndi finnast það áhugavert en aðalatriðið er flennistóra meistaraverkið sem hangir á veggnum.
Svo nú taka við spennandi tvær vikur. Að fá niðurstöðurnar sem ég lofa að koma með. Og hverjar verða þær? Það er ekki gott að vita. Að sumu leyti er auðveldara að skrifa úrdrátt ef maður veit ekki um hvað maður mun tala. Þá þjappast heil málsgrein niður í setninguna "við munum sýna niðurstöður úr líkaninu".
Annað spennandi sem er að gerast í Bandaríkjunum þessa dagana eru forkosningarnar. Obama er kominn með meirihlutann sem hann þarf. Það virðist vera ljóst að hann muni verða forseta efni demókrata. En það er eitthvað óljóst samt. Ég myndi segja að þetta sé farið að verða aðeins einkennilegt. Hillary bara neitar að horfast í augu við að hún hafi beðið í lægri hlut gegn Barak. NPR getur ekki leynt því að þar halda menn með Barak. Fréttastofan lýsti því yfir að samkvæmt þeim væri Barak næsta forseta efnið. Það er ekkert smá góð og algjörlega ný tilfinning fyrir mig að sá sem maður heldur með sé að vinna. Auðvitað er þetta rétt að byrja en þetta fer vel af stað.
Comments:
<< Home
Gangi þér vel á Expo vísindakona!
Datt í hug að benda þér á lokaverkefnið hennar Ólafar sem fjallar um vistvæna neyslu og nú er hún á fullu að undirbúa skemmtilega herferð í Belgíu. Kíktu á heimasíðuna hennar www.thinkfood.be
Vala
Datt í hug að benda þér á lokaverkefnið hennar Ólafar sem fjallar um vistvæna neyslu og nú er hún á fullu að undirbúa skemmtilega herferð í Belgíu. Kíktu á heimasíðuna hennar www.thinkfood.be
Vala
Gangi þér vel á Expo vísindakona!
Datt í hug að benda þér á lokaverkefnið hennar Ólafar sem fjallar um vistvæna neyslu og nú er hún á fullu að undirbúa skemmtilega herferð í Belgíu. Kíktu á heimasíðuna hennar www.thinkfood.be
Vala
Skrifa ummæli
Datt í hug að benda þér á lokaverkefnið hennar Ólafar sem fjallar um vistvæna neyslu og nú er hún á fullu að undirbúa skemmtilega herferð í Belgíu. Kíktu á heimasíðuna hennar www.thinkfood.be
Vala
<< Home