14.5.08

Sigling á vatni Michigan

Það varð úr að ég skellti mér bara í nágranna fylkið Michigan á sunnudaginn. Tilefnið var vettvangsferð á vatnið á báti NOAA (ekki Nóa) (ha ha) til að taka set-kjarna. Ég var bílstjóri og keyrði mini-van fullan af krökkum og barnalegum prófessorum. Fólkið í toll-básunum kepptist við að óska mér gleðilegan mæðradag, krökkunum til mikillar ánægju.

Fyrrverandi nemandi í deildinni minni sem er núna rannsóknamaður hjá haf og loft rannsóknastofnun ríkisins var að prufukeyra nokkur tæki í fyrstu ferð ársins og bauð okkur að koma með, bara svona til að prófa að vera á alvöru hafrannsóknaskipi. Þetta er gamall rækjubátur sem breytt var í rannsóknaskip eða bát. Við tókum 4 kjarna og fyrirhugað er að mæla magn kvikasilfurs í honum. Það er að segja, láta nemendurna í umhverfis-efnafræði mæla það.

Alveg ljómandi góð ferð nema hvað það er vonlaus matur þarna í Michigan. Annaðhvort var hann djúpsteiktur eða sætur.

Við skoðuðum líka miðstöð óvenjulegra og endurnýtanlegra orkugjafa. Grand Valley State University lét byggja svaka flotta lead-certified byggingu þar sem eru sólarrafhlöður á þakinu, vindmylla í garðinum, einhverskonar fuel cell raforkuver og micro-túrbína sem bæði ganga fyrir metani. Það fyndna var að þetta var svakalega tilkomumikið og glæsilegt en leiðsögumaðurinn var andsnúinn framtakinu. Ekkert þessara tækja borga sig peningalega og háskólinn er búinn að missa áhugann á multi-milljóna dollara verkefninu svo hann hafði ekkert gott um málið að segja. Það var aðeins spaugilegt. Við vorum svaka imponeruð en hann var bara "nei þetta er ömurlegt!"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?