27.5.08

Plastpokar

Árum saman var ég haldin þráhyggjulegri söfnunaráráttu á plastpokum, móður minni til ómældrar óánægju. Ferðatöskur í tugatali, fullar af pokum, voru fluttar heimshornanna á milli. Að lokum kom að því að ég sættist á að nota þessa poka undir rusl. Þá voru þeir orðnir fúnir og rifnuðu við minnsta átak.

Mér finnast plastpokar vera einkennandi fyrir okkar kynslóð. Þeir eru varla endurnýtanlegir, varla endurvinnandi og enda að öllum líkindum innan árs á ruslahaugum. Samt geðveikt flottir. Margir eins og listaverk. Litríkir og eftirsóknaverðir. Það er einskonar status symbol að koma með nestið sitt í flottum tísku-búðar poka.

Næstu helgi, á sunnudaginn, er stór dagur í sögu plastpoka. Eftir 1. júní verður bannað að gefa plastpoka í búðum í Kína. Kínverjar nota 3 milljarða nýja poka á dag en talið er að nýju lögin verða til þess að sú tala minnki um 80-90%. Sumir telja að ekki eigi að setja lög sem koma neytendum illa. Ég er að hluta til sammála því. Neytendur eru fólk. Manneskjur. Við, sem manneskjur eigum náttúrulega að setja lög sem koma okkur vel, til þess eru lög. Þau aðstoða okkar tegund að lifa saman í sátt og samlyndi. Um helmingur mannkyns eru ekki neytendur. Sjálfsþurftar bændur eru ekki neytendur held ég. Þeir neyta frá jörðinni sinni og skila aftur til hennar næringu þannig að heildarsumman er núll. Þessu er ekki þannig varið hjá flestum vesturlandabúum. Við tökum en borgum ekki til baka, hendum úrgangnum okkar á ruslahaug þar sem hann er einangraður frá jörðinni. Pointið er að þessi lög koma neytendum í rauninni vel, þeir átta sig bara ekki á því. Áður eru neytendur að skemma, þessi lög verða til þess að sá hópur skemmir minna. Ég get ekki með nokkru móti séð neitt neikvætt við þessi lög.

Ég myndi segja að þessi nýju lög í Kína eru stórt framfaraskref fyrir okkar tegund. Við erum að komast til vits og ára. Eins og frændi okkar Armstrong sagði, "lítið skref fyrir einstaklinginn, stórt skref fyrir mannkyn allt."

Comments:
sammála.
en hvað með Travian, hvernig gengur þar?
-Orri bro
 
gengur bara vel med travian. Er komin med 3 borgir. Allianceid er i 40. saeti. Af 500-600. Vid erum pisful thjod. Eg er mest i bakariis bisnissnum. Er samt lika med her, 1000 kalla! THeir hanga bara heima ad borda snuda.
 
Úps.. þetta var sko ég, ekki Óli
 
ertu þá aðallega að trade-a? Og hvaða tribe ertu?
 
Ég er Gaul. Ég trade-a svolítið, bara þegar mig vantar eitthvað. Ég er með svaka góðar varnir og diplómasí, þegar einhver ræðst á mig og vill farm-a mig, þá sendi ég svaka gott hlutverka-spils bréf, sjarmera menn upp úr skónum svo þeir vilja ekki ráðast á mig aftur. Annars er ég bara að byggja upp veldið. Er með oasis, bráðum 3, 3 borgir, bráðum 4. Stundum aðstoða ég hina í klaninu mínu ef þeir lenda í vandræðum.
 
Ertu kominn i Travian Orri ?
 
Já, frekar mikið.
Er með nokkrar borgir á nokkrum serverum. gengur misvel. sumsstaðar mjög vel, annarsstaðar ekki nógu vel. ég er frekar offensive, og það kemur stundum í bakið á mér. svo nenni ég varla að taka þátt í öllum alliance forum-inum og er stundum óvinsæll vegna þessa.
er ekki ennþá farinn út í það að byggja borg #2, en er með oases. hversu vel þarftu að verja borg #2, þeas með hversu mörgum köllum?
 
Til að byrja með set ég enga kalla í borg númer 2. Byrja á að byggja cranny þannig að enginn hagnast á því að ráðast á mig. Síðan set ég nokkra skáta í borgina þannig að hinir geta ekki séð hvað ég er með marga kalla ef þeir senda einn skáta. Núna er ég að reyna að byggja tvöfalt stærri her en fólksfjöldi er. Það eru bara 100 kallar í borg númer 3 sem er með 130 í pop. Sem ég myndi reyna að flyja með ef ég sæi árás því þessa dagana ráðast menn ekki með nema með minnst 1000 hermenn.
 
Ég set yfirleitt 100 kalla og 5 skáta í nýja borg. Mæli með að spjalla svolítið bæði við nágrannana í 'in game message´ (IGM) og við alliance gæjana á forum.
 
takk fyrir þessar ábendingar.
Þeim mun ég fylgja.
Settlers í framleiðslu úti um allt.
Gaman gaman...
 
Hvað myndum við gera án þín Tinna mín :) Þú upplýsir okkur stöðugt um gang umhverfismála og það finnst mér frábært!
Svo var ómetanlegt að heyra í ykkur á þriðjudag - var svo fegin að ég hringdi frekar en eiga svefnlausa nótt með endalausum tölfræðipælingum - takk fyrir hjálpina, vörnin gekk frábærlega ;)
 
Takk Sigurdís mín, og til hamingju með glæsilegan árangur.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?