16.5.08
Mohito íþóttaálfsins
Á svo mikið af myntu þar sem hún vex hér eins og fjólur í Bjarmalandinu, en ég er ekki með nógu gott hugmyndaflug um hvernig ég get notað hana. Er búin að búa til myntusalat. Það var svona la-la. Á líka svaka margar sítrónur, smá hrásykur og klaka. Upplagt að merja þetta saman þangað til ég átta mig á því að klakinn er sveppasoð. Sleppi klakanum. Allavegana, súper drykkur. Mæli með honum. Sérstaklega eftir smá skokk út með vatninu.
Maðurinn á efri hæðinni gaf mér blóm í dag. Morgun-frúr. Held ég. Ég gróðursetti þær ásamt lotnarblómunum, hör-plöntunum og ýmsu öðru sem bara kom af sjálfu sér. Það er nú aldeilis ekki á hverjum degi sem maður fær blóm, en það er mjög indælt. Garðurinn er allur að koma til, ánægðust er ég með sítrus trén.
Ég er að reyna að skrifa svona langan póst eins og systir mín gerir. Það gerist bara ekki eins margt frásögu færandi hjá mér. Ég reyndi að skrópa í fyrirlestur í dag en náðist. "Tinna! Hvert ert þú að fara? Það er efnafræði fyrirlestur um manganese! Komdu." Ég átti ekki annara kosta völ. Síðan skoðaði ég 10-15 greinar og fann eina góða og las hana.
Í kvöld er ég að fara á tónleika með þessum gæja. Það líst mér vel á. Emilia skrifstofunágranni minn er með vinkonu sína frá Port í heimsókn og langaði að hlusta á smá blús. Spurði mig hvort ég vildi með og í framhaldi af því hvort ég gæti ekki valið fyrir þær tónleika því hún treysti mér svo vel til þess! Ég var nú ekki lítið upp með mér.
Útséð er um það og var fyrir löngu að ég get ekki skrifað jafn langa og ítarlega pósta og hún Sunna svo ætli ég hætti bara að reyna það.
Maðurinn á efri hæðinni gaf mér blóm í dag. Morgun-frúr. Held ég. Ég gróðursetti þær ásamt lotnarblómunum, hör-plöntunum og ýmsu öðru sem bara kom af sjálfu sér. Það er nú aldeilis ekki á hverjum degi sem maður fær blóm, en það er mjög indælt. Garðurinn er allur að koma til, ánægðust er ég með sítrus trén.
Ég er að reyna að skrifa svona langan póst eins og systir mín gerir. Það gerist bara ekki eins margt frásögu færandi hjá mér. Ég reyndi að skrópa í fyrirlestur í dag en náðist. "Tinna! Hvert ert þú að fara? Það er efnafræði fyrirlestur um manganese! Komdu." Ég átti ekki annara kosta völ. Síðan skoðaði ég 10-15 greinar og fann eina góða og las hana.
Í kvöld er ég að fara á tónleika með þessum gæja. Það líst mér vel á. Emilia skrifstofunágranni minn er með vinkonu sína frá Port í heimsókn og langaði að hlusta á smá blús. Spurði mig hvort ég vildi með og í framhaldi af því hvort ég gæti ekki valið fyrir þær tónleika því hún treysti mér svo vel til þess! Ég var nú ekki lítið upp með mér.
Útséð er um það og var fyrir löngu að ég get ekki skrifað jafn langa og ítarlega pósta og hún Sunna svo ætli ég hætti bara að reyna það.