3.5.08

Hugmyndaríki

Hvernig verður maður hugmyndaríkur? Kreatívur. Hvað getur maður gert til að fá fleiri góðar hugmyndir? Amy Tan segir að hugmyndir fæðast úr reynslu í barnæsku, sérstaklega átakanlegri reynslu. Ég finn mig ekki í því sem hún segir, satt að segja. Kannski útaf því að ég er ekki að skrifa skáldsögu.

Maður verður náttúrulega fyrst og fremst að vera með eitthvað viðfangsefni eða vandamál sem krefst lausnar. Hvöt til þess að gera eitthvað. Síðan þarf maður að hafa áhuga á að leysa vandamálið, það þarf að vera manni hjartnæmt. Þá er grunnurinn kominn.

Kannski það sé aðalmálið við að fá góðar hugmyndir: að finna vandamál. Finna mál sem gæti þurft lausnar. Vera með augun og hugann opinn fyrir atriðum sem mega betur fara. Æ, Þið verðir að fyrirgefa mér þessar barnalegu vangaveltur. Mig langar bara svo að fá góðar hugmyndir. Reyndar fæ ég af og til góðar hugmyndir en ég geri aldrei neitt til að útfæra þær. Þyrfti að vera með bílskúr eða smíðaherbergi og logsuðutæki.

Mig langar í baðstofu. Þegar ég eignast mína eigin íbúð þá vil ég vera með baðstofu þar sem má setja tréspæni á gólfið. Mér finnst baðstofupælingin vera mjög aðlaðandi. Miklu skemmtilegri en að hver fjölskyldumeðlimur sé hólfaður í hvert hornið á fætur öðru. Stásstofa og sparistell eru lykkjufall í fjölskyldunetinu. Við ættum að vera búin að átta okkur á því að það var feilspor að fara þá leið.

Niður með sparistell, lengi lifi baðstofan!

Annars erum við Óli komin með gæludýr, nokkur meira að segja. Svaka sætir gæjar sem éta og kúka. That´s all. Húsfreyjunni til mikillar ánægju, húsbónda minni. 50 stig fyrir þann sem giskar á rétt dýr.

Comments:
fiskar?
Vala
 
Tamagotchi!
Orri.
 
0 stig fyrir ykkur krakkar mínir, en góðar ágiskanir. Eitt hint: blíp eru ekki mikið fyrir ferskmeti.
 
bacteria!
Orri.
 
ekki svo galin ágiskun Orri minn. Ég myndi segja að þið Vala séuð á réttri leið.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?