6.5.08

Húrra fyrir mönnum á hestbaki

Þykja mér þeir Benedikt og Hilmir Snær hafa verið þjóð sinni til mikils sóma er þeir riðu til borgar, inn í miðstöðvakerfi hennar, og mótmæltu því að menn í jakkafötum láti menn í vinnugöllum þekja sælureit rándýru malbiki.

Ég er einmitt líka mikið á móti því að litla brekka verði gerð að bílastæði. Átta menn sig ekki á því að við þurfum ekki á fleiri bílastæðum að halda? Hátindi bílríkis er náð. Framundan eru hjól, strætó og tveir jafnfljótir.

Annars get ég svarað minni eigin gátu þar sem enginn, eða hvorki, Vala né Orri, náðu að giska á rétt svar. Gæludýrin eru ormar. Ánamaðkar. Sérstök lína. Mjög svöng tegund. Alltaf. Ég er með þá í kassa, með götum. Þeir fá rifin dagblöð, aðeins bleytt, salat, saxaðan appelsínubörk, og fleira. Ánamaðkarnir heita red wiggler worms og þeir eru í alvörunni fyrstu gæludýrin mín. Reyndar eru þeir ekki gæludýr, frekar húsdýr.

Okkur Óla finnst blaðamenn koma frekar illa fram við borgastjóra. Þó hann komi ekki vel fyrir og sé hálf væskilslegur að sjá virðist hann vera að vinna að miklum heilhug. Mér myndi finnast það vera þróun í ranga átt ef Íslendingar kysu aðeins myndarleg selebrití. Ég er hrifin af Degi en það er að miklu leyti bara vegna þess að ég hef heyrt hann tala, hann er vel máli farinn og kemur vel út í Kastljósi. Krakkarnir í kastljósi eru líka hrifin af honum. Þó svo ég sé harðandsnúin því að hafa flugvöll í miðri borginni þá virði ég Ólaf því hann vinnur mjög hörðum höndum að því sem hann trúir á. Og honum virðist vera mjög annt um þau mál. Satt að segja er ég ekki hrifin af honum Ólafi né hans baráttumálum, en framkoma kastljóss gengisins fer í taugarnar á mér. Hvað halda þau eiginlega að þau séu?

Comments:
Tinna, viltu segja okkur af hverju í ósköpunum þið eruð með orma sem húsdý? :)

Ætla ekki út í borgarstjóraumræðuna með þér...við erum hvort sem er ósammála as usual a la Tinna e Vala. :)

Vala
 
Nú, þeir borða matinn sem Óli leifir.

Djók, þeir borða afskorna grænmetisenda, hýði, kaffikorg og annað gúmmelaði sem við erum ekki jafn hrifin af. Síðan búa þeir til afbragðsmold sem ég dreifi á sítrustréin mín og jurtirnar sem vaxa úti á svölum. Þetta er win-win samkomulag.

Annars endilega að láta skoðanir sínar í ljós, það er gott fyrir sálina. Ég er líka spennt að vita hvað þér finnst, það er alltaf svo áhugavert.
 
Fyrstu viðbrögð mín voru nákvæmlega þau sömu og Völu, "mais pourquoi?" En að vanda liggur þaulhugsuð pæling á baki gerða þinna! Mjög áhugavert og Tinnu-legt! Það væri líka áhugavert að fá mynd af ormunum, svona hvernig þeir falla inní þema-stíl stofunnar..
 
Þema stofunnar.. tjah, ormarnir eru í eldhúsinu, þeir eiga helst að vera í búrinu en það er því miður aðeins of mikið drasl í því eins og er. Kannski ég nái að smella einni mynd af þeim við tækifæri. Annars get ég líka beint þér hingað Sunna: ormar
 
Blessuð Tinna mín! Heyrðu ef ég má aðeins viðra skoðanir mínar um þennan blessaða flugvöll í Vatnsmýrinni þá er ég eiginlega komin á það að hann eigi að fá að vera þar sem hann er. Hugsaðu þér alla mengunina sem færi í það að keyra til og frá flugvallarins ef hann væri annars staðar. Það var einhvur danskur skipulagsfræðingur sem benti á að það myndi verða hálfgert mengunarslys vegna þessa ef flugvöllurinn yrði færður t.d. til Keflavíkur... Á öðrum nótum Tinna mín (læt alveg vera að minnast á orminn..) ertu búin að fá bréfið frá mér? Ég fór eitthvað að spá hvort þú værir svo andsnúin því sem þar stendur að þú bara hreinlega svarir því ekki.. Yes? No?
 
Hæ aftur, djók bréfið þitt kom inn um lúguna í dag:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?