29.4.08
Ósátt við Egil
Ég er búin að vera alveg hoppandi yfir Silfri Egils í síðustu viku (fyrir um 10 dögum) og ætlaði að skrifa manninum bréf en það gerðist ekki. Því ausi ég úr skálum reiði minnar hér á þessum miðli. Þátturinn fjallaði um bankavandræðin og var Egill með margt frótt fólk sem ræddi gjaldeyrisforðann eða vöntun hans og fleira í þeim dúr. Þetta var fyrsti þriðjungur þáttarins. Í síðasta þriðjungnum var rætt við hagfræði prófessor. Hann hafði ýmislegt um stöðu bankanna að segja og hagkerfi Íslands, hvað er í vændum og hvað beri að varast.
Í miðju þáttarins, úr öllu samhengi, var sýnt viðtal við fyrrverandi fjármálaráðgjafa frú Thatchett (Financial Secretary to the Treasury). Þessi maður er "global warming sceptic", þ.e.a.s. hann trúir ekki að mennirnir séu ábyrgir fyrir hlýnun jarðar með brennslu jarðefnaeldsneytis. Í maí kemur út bók eftir hann, "An appeal to reason: A Cool Look at Global Warming". Þessi maður er ekki vísindamaður, né virðist hann hafa kynnt sér stöðuna af heilindum. Hann vill að alþjóðlega vísindaráðið um loftslagsbreytingar (IPCC) verði ekki lengur til og er alfarið á móti Kyoto bókuninni. Þessar skoðanir eru eins öfgafullar og hugsast getur. Næstum því enginn er sammála honum.
Því þykir mér það einstaklega einkennilegt af Agli að sýna viðtal við þennan mann, algjörlega án nokkurar umræðu eftir á svo fólk standi ekki upp frá þættinum með ranghugmyndir um að það sé eitthvað við í þessum manni. Ég er svo gáttuð á þessu framfari þar sem þátturinn hans Egils er yfirleitt svo ágætur.
Í miðju þáttarins, úr öllu samhengi, var sýnt viðtal við fyrrverandi fjármálaráðgjafa frú Thatchett (Financial Secretary to the Treasury). Þessi maður er "global warming sceptic", þ.e.a.s. hann trúir ekki að mennirnir séu ábyrgir fyrir hlýnun jarðar með brennslu jarðefnaeldsneytis. Í maí kemur út bók eftir hann, "An appeal to reason: A Cool Look at Global Warming". Þessi maður er ekki vísindamaður, né virðist hann hafa kynnt sér stöðuna af heilindum. Hann vill að alþjóðlega vísindaráðið um loftslagsbreytingar (IPCC) verði ekki lengur til og er alfarið á móti Kyoto bókuninni. Þessar skoðanir eru eins öfgafullar og hugsast getur. Næstum því enginn er sammála honum.
Því þykir mér það einstaklega einkennilegt af Agli að sýna viðtal við þennan mann, algjörlega án nokkurar umræðu eftir á svo fólk standi ekki upp frá þættinum með ranghugmyndir um að það sé eitthvað við í þessum manni. Ég er svo gáttuð á þessu framfari þar sem þátturinn hans Egils er yfirleitt svo ágætur.
Comments:
<< Home
Egill er sjálfur einn mesti global warming sceptic landsins, og finnst ábyggilega æðislegt að fá skoðanabróður sinn í eigin þátt.
Er sammála að þátturinn hans er yfirleitt mjög góður, en hann hatar ekki að efast um global warming, sem er óþolandi...
-Orri
Skrifa ummæli
Er sammála að þátturinn hans er yfirleitt mjög góður, en hann hatar ekki að efast um global warming, sem er óþolandi...
-Orri
<< Home