7.3.08

Algjört bögg

Ég fékk flensuna. Er rétt að skríða saman núna, búin að vera frá alla vikuna. Nema mánudaginn reyndar. Sem var gott því þá var ég með thing í gangi.

Núna eru carbon-offsets voða mikið í umræðunni. Ég er að mestu leyti hlynnt þeim. Ég hugsa að það hjálpi að kola-orkuver þurfi að kaupa sér rétt til menga frá iðnaði sem vinnur sama verk en mengar ekki, eins og til dæmis vind-orkuveri, eða vindmyllu-akri. Vandamálið er náttúrulega eins og með allt að óprúttnir náungar vilja fá bita af kökunni.

Járn-bæting (?) eða iron-fertilization er spekulasjón sem sumir halda að muni minnka koldíoxíð í andrúmsloftinu. Járn er limiting nutrient víðsvegar á úthöfum svo ef við bætum járni í sjóinn, þá vex og ljóstillífar meira svif en annars og því minnkar CO2. Málið er ekki svona einfalt. Þetta er mjög vafasöm spekulasjón og sennilega mun hún ekki minnka CO2 að neinu gagni heldur drepa lífríkið í sjónum og valda miklum usla. En, þrátt fyrir það selja menn þetta sem carbon offset, þeas. fyrirtæki taka pening fyrir að sturta járnblöndu á vel valda staði í sjóinn. Og í staðin brenna menn kolum með hreinni samvisku. Hljómar ekki nógu vel.

Nei, en sem betur fer búum við enn í nokkuð siðmenntuðu samfélagi og samtök hafa orðið til sem taka að sér að athuga með hversu áræðanlegar carbon-offset aðgerðirnar eru og setja stimpil ef þau eru nógu góð. Ljómandi gott.

En samt, náttúran er flókið fyrirbæri. Maður heldur kannski að maður sé að gera eitthvað gott en síðan kenur annað í ljós. Eins og þegar fólk reykti sér til heilsubóta eða plantaði trjám til að draga CO2 úr andrúmsloftinu. Já einmitt. Kemur í ljós að það er ekki nóg að planta bara einhverjum trjám. Laufguð tré á hærri en ákveðin breiddargráða auka á gróðurhúsaáhrifin með því að draga í sig meira sólarljós en t.d. kjarr eða túndra, og eru þau áhrif meiri en áhrif vegna CO2-upptaka vegna ljóstillífunar.

Comments:
Úff - sé að við höfum legið saman í flensunni... Ég var líka frá fyrri hluta vikunnar, fór svo í vinnuna, sló niður og lá svo restina af vikunni!!! Bögg, bögg, bögg - en nú er ég mætt hress á hádegi á laugardegi í verkefnavinnu :) og bara kát með lífið!
-Sigurdís
 
gott að heyra Sigurdís mín, hugsa að ég sé líka að hressast.
 
Tékkið á kastljósþættinum sl. miðvikudag á ruv.is - þar sem fjallað er um forkosningar demókrata í USA - þau sýna auglýsingu frá Hillary, en bara vitlausa auglýsingu! Og svo er stjórnandinn svona 3 mín. að átta sig á þessu - alveg hilarious!
-Sigurdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?