7.2.08
Mitt fyrsta baguette!
Já, hér á bæ ríkir mikil hamingja. Ég er búin að læra að gera baguette og Óli er farinn að spila Metaliku með hljómsveit sinni. Það kemur í ljós að ég er ekki alveg með nógu góðar græjur til að geta gert bakaríis-baguette. Ofninn er aðeins of lítill og pizzuspaðinn er of kringlóttur. Baguettes eru náttúrulega blýantslaga meðan pizza er disklaga svo pizzuspaði er því ívið óheppilegur. En, engu að síður. Baguettið heppnaðist. Það er crooked eins og birkigrein, en bragðið er gott, skorpan er hörð, loftbólurnar lögulegar, allt í allt alveg súper. Þó ég segi sjálf frá.
Comments:
<< Home
Hæ Tinnsi minn!
Til hamingju! Vel gert, ég hef einu sinni reynt við þessa list, tók að mig minnir 5 tíma, skar mig í lofann og endaði upp með blóðugt bageutte...
En ég var í þessum rituðum orðum, að enda við að narta í eitt slíkt (blóðfrítt, úr bakarínu á móti) með bragðmiklum Coulommiers, fylgt eftir með rauðvíns dreitli, mæli hiklaust með því!
Sunna
Til hamingju! Vel gert, ég hef einu sinni reynt við þessa list, tók að mig minnir 5 tíma, skar mig í lofann og endaði upp með blóðugt bageutte...
En ég var í þessum rituðum orðum, að enda við að narta í eitt slíkt (blóðfrítt, úr bakarínu á móti) með bragðmiklum Coulommiers, fylgt eftir með rauðvíns dreitli, mæli hiklaust með því!
Sunna
mmm, hljómar mjög vel. Við fengum einmitt comte og petit Pont l´Évéque ásamt argentísku rauðvíni með baguettinu.
Skrifa ummæli
<< Home