10.2.08
kalt
Hérna í Chi eru 17 frostgráður. Í íbúðinni okkar eru 12 gráður í plús. Það er svo kalt að ég sit hérna fyrir framan tölvuna með heitan pizzastein vafinn í pottaleppa í fanginu, ófær um að hugsa upp eina einustu frjóa hugsun, stari á frostrósirnar hylja gluggann.
Peter og pabbi hans, Joel, komu í heimsókn í dag. Það var mjög gaman að fá þá feðga í heimsókn. Peter spurði mig spjörunum úr um málfar, hugtök, málvenju, miðgildi og ég veit ekki hvað og hvað. Stundum stend ég á gati. Peter kann fystu fjögur erindin í Völuspá utanað. Hann dýrkar Völuspá. Við kíktum aðeins á Kjalnesingasögu. Okkur leist nokkuð vel á hana.
Ég lagaði indverska súpu. Það var banani í henni. Ég held að hún hafi verið alveg ágæt. Pínu sterk en maður mátti setja jógúrt útá og við það mildaðist hún svolítið.
Á föstudaginn gerði ég gúllas. Núna er ég mjög hrifin af gúllasi en minningin úr æskunni er ekki með gott gúllas. Ég hef á tilfinningunni að það hafi ekki verið eldað nógu lengi. Maður notar ódýran bita, öxlina helst sem er svolítið seig, því þarf að sjóða það í allavegana 2 tíma. En þá hættir kjötið að vera seigt. Það verður meyrt og dregur í sig brögðin í sósunni sem eru aðallega paprika. En það er ekki gott að vita hvort ég hafi verið matvönd eða gúllasið verið seigt. Í minningunni voru sinar út um allt. Fyrirgefðu mamma.
Michael Pollan bendir á það í nýjustu bók sinni In Defense of Food, að núna í fyrsta sinn í sögunni borðar fólk ekki sama mat og foreldrar þess fæddu það í æsku. Mér finnst þetta merkilegt. Mamma fæddi okkur mat sem hún borðaði ekki endilega í sinni æsku, sjaldan fengum við tildæmis siginn fisk, í staðin fengum við fisk í orly en nú dettur hvorki henni né mér í hug að elda fisk í orly, kjötbollur, steiktan fisk eða soðinn. Ég er ekki búin að lesa þessa bók en mér finnst þetta áhuguverð pæling. Í framhaldinu er náttúrulega vangaveltur um heilsu manna og hvort þetta tengist. Get ekki skrifað meir, verð að fara að borða. Óli er búinn að hita upp gúllasið.
Peter og pabbi hans, Joel, komu í heimsókn í dag. Það var mjög gaman að fá þá feðga í heimsókn. Peter spurði mig spjörunum úr um málfar, hugtök, málvenju, miðgildi og ég veit ekki hvað og hvað. Stundum stend ég á gati. Peter kann fystu fjögur erindin í Völuspá utanað. Hann dýrkar Völuspá. Við kíktum aðeins á Kjalnesingasögu. Okkur leist nokkuð vel á hana.
Ég lagaði indverska súpu. Það var banani í henni. Ég held að hún hafi verið alveg ágæt. Pínu sterk en maður mátti setja jógúrt útá og við það mildaðist hún svolítið.
Á föstudaginn gerði ég gúllas. Núna er ég mjög hrifin af gúllasi en minningin úr æskunni er ekki með gott gúllas. Ég hef á tilfinningunni að það hafi ekki verið eldað nógu lengi. Maður notar ódýran bita, öxlina helst sem er svolítið seig, því þarf að sjóða það í allavegana 2 tíma. En þá hættir kjötið að vera seigt. Það verður meyrt og dregur í sig brögðin í sósunni sem eru aðallega paprika. En það er ekki gott að vita hvort ég hafi verið matvönd eða gúllasið verið seigt. Í minningunni voru sinar út um allt. Fyrirgefðu mamma.
Michael Pollan bendir á það í nýjustu bók sinni In Defense of Food, að núna í fyrsta sinn í sögunni borðar fólk ekki sama mat og foreldrar þess fæddu það í æsku. Mér finnst þetta merkilegt. Mamma fæddi okkur mat sem hún borðaði ekki endilega í sinni æsku, sjaldan fengum við tildæmis siginn fisk, í staðin fengum við fisk í orly en nú dettur hvorki henni né mér í hug að elda fisk í orly, kjötbollur, steiktan fisk eða soðinn. Ég er ekki búin að lesa þessa bók en mér finnst þetta áhuguverð pæling. Í framhaldinu er náttúrulega vangaveltur um heilsu manna og hvort þetta tengist. Get ekki skrifað meir, verð að fara að borða. Óli er búinn að hita upp gúllasið.
Comments:
<< Home
Hei hó - svakalega er kalt hjá ykkur!!! Annað en hér þar sem við búum reyndar við brjálaða storma annan hvern dag, ja eða a.m.k. einu sinni í viku... Gaman að heyra af nýjum sigrum í eldhúsinu :) Ég fæ að vita 20. mars hvar ég enda í USA - hrikalega spennandi!
Skrifa ummæli
<< Home