22.1.08

"A time comes when silence is betrayal."

Martin Luther King dagurinn var í gær. Þá er kongurinn heiðraður með umræðu og endurflutningi ræðna hans í útvarpinu. Ég hlustaði á ræðuna sem hann flutti fyrir utan Riverside kirkjuna þann 4. apríl 1967. Í henni tilgreindi hann og útskýrði hvers vegna hann var á móti stríðinu í Víetnam. Hann fann sig knúinn til þess að gera það þar sem margir fylgjendur hans skildu þá afstöðu illa. Fannst hann vera að fara út fyrir sína lögsögu.

Þessi ræða er ekkert smá flott. Ég var mjög hrærð. Reyndi að ímynda mér hvernig ég hefði upplifað áheyrnina væri ég svört kona á þessum tíma. Óskaði þess að það væri svona leiðtogi í dag sem ég gæti litið upp til og mundi þá eftir Al Gore. Enginn er fullkominn, en þegar menn leggja hart að sér og gera sitt besta, þá er það aðdáunarvert og ekki hægt að ætlast til meira.

Comments:
thats right Tinna...
og ef fólk er í "bostónískum" tilvistarfræðilegum gervi-kreppum mæli ég með "2 many dj's" og plötu þeirra "as heard on radio soulwax". Hana má nálgast á fjölmörgum stöðum, þ.a.m. á www.deezer.com
frekar gott stöff - "you can be the bun and I can be the burger, girl.."
 
ahh! Já takk fyrir það. Mér líst bara ágætlega á þessa gæja.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?