10.1.08

nei, bjartsýnin hefur ekki látið sjá sig.

Ég hef stöðugar áhyggjur af því að Ísland sé að feta í fótspor þessa lands sem ég nú kalla heima. Ekki nóg með að ný hverfi rísa upp í sveitinni, fjarri allri menningu og þjónustu, pallbílar og mini-vans þykja eðlileg faratæki fyrir fólk, kex jafnt og undirfatnaður fæst í byggingavöruverslunum, sem væri yfir-nóg efni í sjálfstætt reiðikast, heldur er fjármálavit landans að fara sömu leið.

Stíll, fágun, flott og fínt hrópar á mig þegar ég kem til Íslands í dag. Byrjar strax á Leifstöð. Stílhrein flugstöð, með stílhreinum auglýsingum á veggjunum. Kem til Reykjavikur. Klæðaburður, húsgögn, stell, allt er spes og úthugsað, mjög flott. Útlitið er mikilvægt. Mikið er spekúlerað í útlitinu.

Fyrir mér var það mikill léttir að koma aftur til Chicago. Mér fannst mjög þrúgandi þessi krafa um útspekulerað útlit. Það er kannski enginn að segja manni að maður eigi að vera svona eða hinsegin, en þegar maður kemur svona eftir árs (margra ára) fjarveru og allir eru á þessari bylgjulegd og maður ekki, þá er það óþægileg tilfinning og manni líður eins og maður sé að einhverju leiti ófullnægjandi.

Þess vegna er líka mjög notalegt að vera hjá ömmunum sínum. Þar eru hlutirnir ekki jafn útspekuleraðir. Þar eru bara húsgögn, myndir og stell, ekkert mikið úthugsað, bara venjulegir innanstokksmunir. Þar er randalín frá 1750, engar sörur. Ég er algjör afturhaldsseggur, það er alveg greinilegt. En, málið er bara að það er svo augljós sannleikur fyrir mér að margir hlutir voru betri áður og eru verri nú.

Bandaríkjamenn fóru á offorsi inn í framtíðina. Þegar maður lifir og hrærist í þeirra samfélagi hér, þá sér maður mjög greinilega hvað er slæmt og hversu slæmir hlutirnir geta orðið. Því er það mjög sorglegt fyrir mig að sjá Ísland vera að sigla þessa sömu leið þegar afleiðingarnar eru nú þegar ljósar hérna í Bandaríkjunum.

En það var einmitt þessi umfjöllun um skuldir og kreditkortafyrirtæki sem var kveikjan að þessu kasti.

Comments:
Excellent blog girl!
 
Sammála síðasta ræðumanni!
 
"[...]margir hlutir voru betri áður og eru verri nú."
ég er rosalega sammála þessu (eins og kom eiginlega í ljós í öllum samtölum okkar um jólin). Þetta á t.d. við um flest raftæki, flest afrþreyingar efni og lang flestar bækur.
kv,
-Orri.
 
Takk krakkar fyrir þessi góðu komment!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?