16.1.08

hamingja og bjartsýni komu hönd í hönd

Ha ha, væri ég 12 þá myndi mér finnast þessi fyrirsögn mjög væmin. Sigurdís mín kíkti í kaffi um helgina. Það var sérstaklega indælt að fá að sjá hana aðeins. Við fórum í klifur, á fínan veitingastað og síðan á jazz á Andy´s. Alveg stórkostlegur laugardagur.

Núna er ég á fullu að vinna í verkefninu mínu. Er að búa til nýtt forrit með ögnum sem nú þurfa að átta sig á því hvort þær límast við nágrannaagnir sínar eða ekki. Reyndar er það ekki mikið mál fyrir þær, aðalmálið er fyrir mig, að setja inn flóknar reikniformúlur svo tölvan skilji hvað er í gangi. Þessi tölva er nefnilega frekar einhverf, hún vill bara tölustafi og ákveðin orð en hunsar meiningar og hlýhug.

Já já. Ég er að lesa bók sem ég fékk í jólagjöf. Í henni eru persónur sem segja já já og jæjæ til skiptis. Það finnst mér mjög notalegt. Mér finnst í góðu lagi að segja já já og jæja, en ég hugsa að það þyki tabú. Betra er að hafa gamansögur á vörunum en þessi gamalkunnu orð. Finnst fólki. Ekki mér. Þess vegna kann ég vel við að fara í heimsókn til ömmu og afa, þar er í góðu lagi að segja jæja. Það sem er svo skemmtilegt við jæja er að hægt er að útfæra það á marga mismunandi vegu. Hundrað meiningar í einu litlu orði sem þýðir ekki neitt. Ekki neitt og allt í einu. Awsome!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?