29.1.08

Það er komið barn!

Jei, vinum okkar öðlaðist sú mikla hamingja að eignast stúlku þann 28. janúar. Mér fannst það nú svolítið ótrúlegt en við vorum með partý, svona smá afmælispartý, á laugardaginn:

grillaður lax í forrétt
boeff bourgignon í aðalrétt ásamt sellerírótar gratíni
ostar
ilé flotant í eftirrétt.

Við Óli elduðum í 8 tíma með tvemur pásum rétt til að nærast og síðan komu gestirnir. Tvær óléttar konur og þeirra menn. Ég hélt nú að þetta myndi vera svona í rólegri kantinum í ljósi afkvæmisaðstæðna en það var nú ekki. Að 5 vínflöskum, einni tekíla og einni chartreuse loknum klukkan rúmlega 4 um morguninn tíuðu þau sig heim á leið og viti menn! Innan við sólarhring var stúlkubarnið fætt.

Þetta er nú eitthvað til að hafa í huga fyrir óléttar konur. Djamm er greinilega besta leiðin til að koma fæðingu af stað.

Comments:
Var að stofna mig á facebook, þú mátt endilega finna mig þar því ekki finn ég þig.
 
fann þig!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?