6.1.08
desember 2007
Ég skrifaði ekki neitt á bloggið í desember en hann var einmitt besti mánuður ársins 2007. Þess vegna get ég ekki byrjað þetta blogg ár án þess að hripa niður nokkrar línur um hvers vegna hann var svona góður.
Það byrjaði á því að ég tók og stóðst the long dreaded munnlegu próf. Síðan fórum við Óli út að borða á uppáhalds franska bistroinu mínu í Chi. Stuttu seinna fór ég til San Francisco þar sem ég var með mitt fyrsta munnlega erindi. Og síðast en ekki síst, fór ég í langþráða heimsókn til Íslands. Sú heimsókn var í alla staði yndisleg. Hún byrjaði á afmælisveislu móður minnar, stuttu seinna var útskrift systur minnar, jólin komu og síðan gamlárskvöld.
Gamlárskvöld var alveg svaka. Huggulegheitin hjá Hafdísi voru ótrúleg. Ora ætti að fá uppskriftina hjá henni af rauðkálinu. Skaupið var súper, sérstaklega kunni ég að meta bloggbloggbloggbloggblogg brandarann. Síðan fór klukkan að nálgast 12. Útsýnið úr stofuglugganum hans Odds og veðrið voru eins og best var á kosið. Ég gat fengið lánaðar buxur og girt kjólinn minn ofan í þær, úlpu, húfu, trefil og allt til að ég gæti farið út og upplifað komu nýs árs first hand. Það kom með þrusulátum.
En nú erum við komin aftur heim til Chicago. Árið er 2008 svo ég verð að geyma þessar spekulasjónir því yfirskrift færslunnar er hætt að virka.
Það byrjaði á því að ég tók og stóðst the long dreaded munnlegu próf. Síðan fórum við Óli út að borða á uppáhalds franska bistroinu mínu í Chi. Stuttu seinna fór ég til San Francisco þar sem ég var með mitt fyrsta munnlega erindi. Og síðast en ekki síst, fór ég í langþráða heimsókn til Íslands. Sú heimsókn var í alla staði yndisleg. Hún byrjaði á afmælisveislu móður minnar, stuttu seinna var útskrift systur minnar, jólin komu og síðan gamlárskvöld.
Gamlárskvöld var alveg svaka. Huggulegheitin hjá Hafdísi voru ótrúleg. Ora ætti að fá uppskriftina hjá henni af rauðkálinu. Skaupið var súper, sérstaklega kunni ég að meta bloggbloggbloggbloggblogg brandarann. Síðan fór klukkan að nálgast 12. Útsýnið úr stofuglugganum hans Odds og veðrið voru eins og best var á kosið. Ég gat fengið lánaðar buxur og girt kjólinn minn ofan í þær, úlpu, húfu, trefil og allt til að ég gæti farið út og upplifað komu nýs árs first hand. Það kom með þrusulátum.
En nú erum við komin aftur heim til Chicago. Árið er 2008 svo ég verð að geyma þessar spekulasjónir því yfirskrift færslunnar er hætt að virka.