24.1.08

Chit chat

Mér finnst einfaldur matur svo góður. Eins og í kvöld, þá var blómkál í matinn. Við borðuðum yfir okkur í öll mál í gær svo í dag var bara súrmjólk í hádeginu og blómkál um kvöldið. Óli var með nostalgíu yfir blómkáli með osti eins og mamma hans gerir. Við flettum að sjálfsögðu upp í nýju matreiðslubókinni 'eldað í dagsins önn'. Þar stakk frúin upp á því að blanda saman sýrðum rjóma, majonesi og karrý-i og setja síðan ost yfir. Það leist mér nú ekki alveg nógu vel á. Sýrður rjómi er svo nineties. Einhverstaðar annarstaðar er stungið upp á bechamel sósu sem mér líst betur á. Betra að fara aftur í aldir en áratugi. Við setjum múskat (nýmalað, mm), sinnep, pipar og smá rifinn ost útí sósuna. Síðan Emmenthaler ofaná og baka þangað til húsið ilmar. Þetta var svo gott. Ég var að enda við að kroppa úr fatinu og gat ekki stillt mig um að tjá mig um þetta góða blómkál. Blómkálið naut sín alveg til fulls og maður fann svaka gott blómkálsbragð sem maður slysast stundum til að sjóða í burtu. Alveg dýrlegt.

Hérna er mynd af mér tekin á nýju myndavélina.



Hyde Park Produce er búin að vera að flytja í stærra húsnæði síðan í sumar. Ætluðu að opna um þakkargjörða hátíðina, síðan um jólin. Enduðu með að opna á afmælinu hans Óla. Við fórum bara í dag. Hálft hverfið var að versla hjá þeim. Enda ekki önnur matveruverslun í hverfinu. 50 þúsund manna hverfi var án matvöruverslunar. Alveg agalegt. Það eru Mexíkanar sem eiga þessa búð. Ótrúlega sætir. Það voru allir svaka hamingjusamir að versla, óskandi strákunum til hamingju. Yfir hálfan vegginn stendur stórum stöfum: Welcome to our dream !!

Óli fékk wii í afmælisgjöf og við spiluðum tennis þangað til okkur verkjaði í handlegginn. Síðan tókum við wii-fitness prófið og ég er með wii aldur 66 en Óli er rétt 39.

Í Chicago er mjög kalt. Tuttugu gráða frost núna í örugglega tvær vikur. Stökk út +20 í -20 á svona 4 dögum. Mann langar alls ekki út. Betra að vera inni í huggulegheitum. Með rauðvín og osta. Til dæmis.


Comments:
Hæ hæ ætlarðu að kyssa hann frænda minn til hamingju með að vera kominn á fertugsaldurinn !!!!
fljótlega þarf hann að fara að lita á sér hárið....hahahah

knús Heiða frænka
 
Já til hamingju með maninn
-Orri
p.s. ég má til með að benda á þennan link, fyrir alla mexíkóa heimsins:

http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=1031
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?