8.1.08
Blómate
Einstaka sinnum stelst ég í teið hennar Liz, nýja prófessorsins okkar. Það mjög gott. Kraftmikið með pínulitlum bláum blómum í. Ljúft er líka að vera komin á skrifstofuna sína, búin að taka til og stroka allt útaf töflunni, enda úrelt. Jei. Gaman þegar nýr kafli byrjar hjá manni. Það er eins og að fá ferskmeti eftir að hafa lifað allan veturinn á niðursuðuvörum.
Annars er veðráttan hér ekki eins og við væri að búast. Hiti í tveggja stafa tölum og úrhelli sem lætur sturtugreyjið fá minnimáttarkend. Mér líst ekki á blikuna þar sem ég sit og les skýrsluna "Age of Consequences" sem fjallar um áhrif hitnunar jarðar á jarðbúa hvað varðar öryggi og heilsu. Afleiðingunum er skipt í 3 flokka: expected, extreme og catastrophic. Expected er 1.3 gráðu hækkun á meðalhitastigi jarðar á næstu 30 árum og afleiðingarnar meiri flóð, þurrkar, hækkandi yfirborð sjávar, uppskerubrestar og sjúkdómar. Extreme er aðeins meiri hitahækkun (spáð með því að taka með í reikninginn jákvæð feedback (sem er ljóst að eru hluti af veðurkerfinu)) og afleiðingarnar enn öfgakenndari.
Catastrophic reiknar með um 5 gráðu hækkun á næstu 50-100 árum. Það sem er í senn ógnvekjandi og áhugaverð mannfræði-pæling, finnst mér, er að miðað við það sem vitað er um hvernig veðurfar bregst við auknum gróðurhúsaloftegundum, þá er það ekki ósennileg niðurstaða. En þrátt fyrir alla þessa kunnáttu, þá vissu (segjum 75% til að vera dipló) sem við höfum um hvað bíður okkar siðmenningu, þá höldum við bara áfram eins og ekkert sé.
Kannski er ekki hægt að gera neitt. Samfélagið verður að ganga. The Show must go on. Það er ekki hægt að setja á pásu meðan orkuvandinn er leystur. Eða meðan Snorri vinnur doktorsverkefnið sitt. Sólveig gefðu Snorra hráa eggjarauðu og lýsi! Þessi veruleiki sem við búum í minnir mig á norsku grænlendingana sem borðuðu síðasta kálfinn sinn, gátu ekki annað, nöguðu síðan beinin uppi í rúmi.
Annars er veðráttan hér ekki eins og við væri að búast. Hiti í tveggja stafa tölum og úrhelli sem lætur sturtugreyjið fá minnimáttarkend. Mér líst ekki á blikuna þar sem ég sit og les skýrsluna "Age of Consequences" sem fjallar um áhrif hitnunar jarðar á jarðbúa hvað varðar öryggi og heilsu. Afleiðingunum er skipt í 3 flokka: expected, extreme og catastrophic. Expected er 1.3 gráðu hækkun á meðalhitastigi jarðar á næstu 30 árum og afleiðingarnar meiri flóð, þurrkar, hækkandi yfirborð sjávar, uppskerubrestar og sjúkdómar. Extreme er aðeins meiri hitahækkun (spáð með því að taka með í reikninginn jákvæð feedback (sem er ljóst að eru hluti af veðurkerfinu)) og afleiðingarnar enn öfgakenndari.
Catastrophic reiknar með um 5 gráðu hækkun á næstu 50-100 árum. Það sem er í senn ógnvekjandi og áhugaverð mannfræði-pæling, finnst mér, er að miðað við það sem vitað er um hvernig veðurfar bregst við auknum gróðurhúsaloftegundum, þá er það ekki ósennileg niðurstaða. En þrátt fyrir alla þessa kunnáttu, þá vissu (segjum 75% til að vera dipló) sem við höfum um hvað bíður okkar siðmenningu, þá höldum við bara áfram eins og ekkert sé.
Kannski er ekki hægt að gera neitt. Samfélagið verður að ganga. The Show must go on. Það er ekki hægt að setja á pásu meðan orkuvandinn er leystur. Eða meðan Snorri vinnur doktorsverkefnið sitt. Sólveig gefðu Snorra hráa eggjarauðu og lýsi! Þessi veruleiki sem við búum í minnir mig á norsku grænlendingana sem borðuðu síðasta kálfinn sinn, gátu ekki annað, nöguðu síðan beinin uppi í rúmi.