7.12.07

ofsalega gott epli

Ég hugsa að ég hafi lært að kunna betur að meta hluti í Ameríku. Núna er ég til dæmis að borða ofsalega gott epli. Það er bara fátt sem jafnast á við það að fá góða ávexti og grænmeti. Í gær vorum við Óli með rósakál í matinn. Við kunnum bæði ofsalega vel að meta það. Óli svo vel að hann sannfærðist um að það væri óhollt. Er grænmeti ekki jafn gott heima því það er meira og minna fölnað og gamalt eða var ég svo mikill jólasveinn að ég áttaði mig ekki á því?

Comments:
Tinna mín, Veðurskip Lima er tilbúið fyrir heimstím. Hvenær kemur þú?
 
Vindar hafa blásið í hagstæða átt. Komst heim í gær, hlakka til að sjá þig í veislunni!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?