1.12.07

Fyrsti snjórinn

Kom í dag. Það var svona í meðallagi fallegt. Það er mjög þurrt svo snjókornin voru pínulítil. Þetta var svona snjór sem fykur um, en sest ekki á tréin og gerir jólalegt. Allt í góðu lagi með það. Ég er í skólanum að undirbúa enn einn fyrirlesturinn. Þessi önn er fyrirlestra-önnin hjá mér. Það er meira að segja orðið djók í hópnum mínum. "Hmm, hvern ættum við að fá til að greina frá þessari grein... Tinnu náttúrulega!". Það er því passandi að enda önnina með flottasta fyrirlestrinum, í San Fransisco. Jei!

Comments:
Fyrsti snjórinn kominn hingað.Fraus á trjánum. Verður sennilega farinn á morgun. Næstu veðurfréttir verða lesnar,..tja, þegar dregur til tíðinda...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?