20.12.07

Svaka mikið chill

Já. Hérna heima á Íslandinu mínu. Elvis Presley á fóninum. Gratín og grænmetisréttur tilbúinn í ofninn. Hafrakex frá ömmu Rúnu sem ég fékk með mér í nesti með eftir-kvöldmats-kaffinu.

Sunna systir mín verður stúdent á morgun og þá verður heljarinnar mikil veisla. Vonandi fæ ég að sjá flest frændsystkinin mín. Þetta verður svaka fín veisla. Mamma er búin að hafa fullt áhggjur af henni en Sunna verður í McHammer samfesting svo ég hugsa að þetta verði gott.

19.12.07

Ahhhh

Jess! Þá er ég komin til landsins og hversu yndislegt er það? Alveg einstaklega ljúft. Svo notalegt að hitta fjölskylduna sína og vini til margra ára. Ahhhh.

7.12.07

ofsalega gott epli

Ég hugsa að ég hafi lært að kunna betur að meta hluti í Ameríku. Núna er ég til dæmis að borða ofsalega gott epli. Það er bara fátt sem jafnast á við það að fá góða ávexti og grænmeti. Í gær vorum við Óli með rósakál í matinn. Við kunnum bæði ofsalega vel að meta það. Óli svo vel að hann sannfærðist um að það væri óhollt. Er grænmeti ekki jafn gott heima því það er meira og minna fölnað og gamalt eða var ég svo mikill jólasveinn að ég áttaði mig ekki á því?

Vinnutörn

Vá hvað það er mikil vinna að vera að fara að halda fyrirlestur á ráðstefnu. Hefði varla trúað þessu. Ekkert smá flókið að fatta hverjar áhugaverðu niðurstöðurnar manns eru. Ef maður þá hefur einhverjar. Verð að fara í mat með Su Yeon. Ætli ég reyni ekki að afla mér tíðinda svo ég geti skrifað eitthvað af viti hérna bráðum.

1.12.07

Fyrsti snjórinn

Kom í dag. Það var svona í meðallagi fallegt. Það er mjög þurrt svo snjókornin voru pínulítil. Þetta var svona snjór sem fykur um, en sest ekki á tréin og gerir jólalegt. Allt í góðu lagi með það. Ég er í skólanum að undirbúa enn einn fyrirlesturinn. Þessi önn er fyrirlestra-önnin hjá mér. Það er meira að segja orðið djók í hópnum mínum. "Hmm, hvern ættum við að fá til að greina frá þessari grein... Tinnu náttúrulega!". Það er því passandi að enda önnina með flottasta fyrirlestrinum, í San Fransisco. Jei!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?