15.11.07
náttúrulegar ýkjur
Borið hefur á því að náttúrufræðingar og jarðvísindafólk ýki þegar kemur að því að lýsa einhverju. Ekki er óeðlilegt að heyra "fyrir milljón árum gerði ég þetta" eða "hann hefur skrifað milljón greinar".. eitthvað á þessa leið. Ég hef tekið eftir því að þetta getur farið í taugarnar á fólki sem er ekki jarðlega þenkjandi. Það er náttúrulega augljóst hvaðan þessi talsmáti kemur, í jarðvísindum er allt minna en milljón geðveikt lítið. Milljón ár til dæmis í jarðsögunni eru eins og nokkrir mánuðir hjá fólki, milljón kvikindi í rúmmeter af sjó eru örfá kvikindi.
Hinsvegar skil ég líka að annað fólk sé ekki á sama máli. Vísitöluhækkanir um 5 prósentur er svaka mikið. Engar milljónir í gangi þar. Fjöldi barna sem maður er að kenna er kannski 20, ekki gott að vera með milljón. Þannig að það er skiljanlegt að flestum hryllir við töluna milljónir hvað þá milljarða.
Hinsvegar skil ég líka að annað fólk sé ekki á sama máli. Vísitöluhækkanir um 5 prósentur er svaka mikið. Engar milljónir í gangi þar. Fjöldi barna sem maður er að kenna er kannski 20, ekki gott að vera með milljón. Þannig að það er skiljanlegt að flestum hryllir við töluna milljónir hvað þá milljarða.