17.11.07

Huggulegheit

Engin skortur er á huggulegheitum hérna í Chicago. Humarsúpa, rauðvín ostar og desert... bara nefna það. Eitthvað var Óli síðan reyndar ósáttur við bíómynd kvöldsins en það var myndin Family Stone, heilmikil gæða mynd sem ég hef dálæti haft af í langan tíma. Sagði þetta vera kellingamynd...

Allavegana, það er svaka gott að mínu mati að það sé komin helgi. Þessi vika var einum of. Þrír fyrirlestrar af minni hálfu og á einun þeirra svaf hálfur salurinn. Það var a first fyrir mig, að hafa sofandi "áheyrendur". Verð að segja að ég er ekki of hrifin af þannig set-up-i. Lítur út fyrir að high-schoolers í suðurhluta Chicago fái ekki góðan nætursvefn. Ég var reyndar byrjuð að þursa yfir þeim klukkan korter í níu, kannski ekki skrítið að menn séu í sibbnari kantnum.

Næsta vika verður rólegri, engir fyrirlestrar, engin kennsla, ekkert skipulagt nema bara skrifa proposal. Og næsta vika þar á eftir eða þeirri á eftir verður proposal talk. Hvað ætla ég að rannsaka svo ég geti skrifað heilsteypta doktorsritgerð. Mmmm...

Comments:
Tinna, þú ert snillingur elskan:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?