23.11.07

Hátíð gestrisnis og þakklætis

Þakkargjörðahátíðin stendur nú yfir hér á landi. Ég verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð hrifin af þessari hátíð. Hún fjallar bara um það að ættingjar komi saman og hafi það huggulegt. Það eru engar gjafir eða skyldur aðrar en þær að elda kalkúninn og garskersböku.

Þetta árið fórum við í tvær samkomur. Sú fyrri byrjaði klukkan níu um morgun á Phoenix í Dim Sum. Per, leiðbeinandinn hans Óla bauð nemendum sínum í morgunmat. Það var mjög huggulegt og ógnarúrval kínverskra smárétta. Um kvöldið var okkur boðið til nýja prófessorsins í deildinni minni, hennar Liz sem er hálfdönsk og því ekki að spyrja að því, huggulegheitin allsráðandi. Kalkúnninn hafði átt hamingjusamt líf þar sem hann hljóp um víðan völl að leik með kynbræðrum sínum í Indiana fylki. Salatið, stappan og sultan var súper. Súpan fór reyndar á gólfið og útum allt eldhús en það kom ekki að sök, nóg var af mat.

Við erum að passa kött. Hana Sasha. Hún er ekki manngefinn köttur. Greyið, ég hálfvorkenni henni að vera alein heima í íbúðinni. Við komum bara við hjá henni daglega til að gefa henni mat og vatn og leika aðeins við hana nema hvað henni finnst ekkert gaman að láta leika við sig. Jæja, hún um það.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?