28.11.07

Húrra!!

Úff, ahhhh.

Ég veit ekki hvað ég á að segja, kannski bara: ég stóðst prófið! Er orðin doktors-kandídat. Fæ launahækkun. Alveg ágætt. Þetta var stressandi. Nefndin mín breyttist í styttur og bara einn gæji brosti og kinkaði kolli, ég reyndi að horfa sem mest á hann. Jæja, best að fara á Le Bouchon. Jei! Nammi namm.

Comments:
Nice one! Mikið er ég ánægður fyrir þína hönd, Orri bro
 
go tinna!!! maður vissi náttúrulega að þú myndir mala þetta.
hver eru launin annars sem doktorskandídat? erum við að tala um íslensk kennaralaun???
 
Hei takk! Mmmm, veit satt að segja ekki hvað ég fæ borgað. Maðurinn minn segir mér það af og til en ég gleymi því jafnóðum. Jú jú, ég gæti litið á launaseðilinn minn en ég nenni því ekki. Það sem ég veit er að ég get af og til borðað á fínum veitingastöðum og alltaf keypt organic í matvöruverslunum. Annað skiptir mig ekki máli. Laun eru afstæð. Ég hef það mjög gott, ég hugsa að það sé kúnstin, að hafa það gott með þau laun sem maður er með. Og meðan maður trúir á það sem maður gerir og hefur gaman af því, þá skipta launin ekki máli. Ákvörðunin er hvort maður vilji taka þátt í lífsgæða-kapphlaupinu. Ég bara trúi ekki á það.
 
þessi spurning hafði nú ekkert með lífsgæðakapphlaupið að gera. ég var bara forvitin að vita hvort að doktorsnemar sem kenna fái kannski betur borgað en kennarar hér á Íslandi. saklaus spurning...
alveg sammála að svo framarlega sem maður getur lifað mannsæmandi lífi og notið þess með sínum þá er það nóg.
 
hmm, ok, ég hugsa að kennarar á Íslandi séu betur launaðir en bandarískir doktorsnemar. Það er líka miklu dýrara að lifa á Íslandi. Mér skilst að doktorsnemar í Evrópu fái hærri laun en hérna í Bandaríkjunum.
 
Til hamingju Tinna mín! Auðvitað stóðstu prófið, en ekki hvað? Þetta ert nú þú, snillingurinn, eftir allt saman:)
 
Bætist í hóp ánægðra og óska þér til hamingju með frábæran árangur
 
Úhú... til hamingju!!! :o)
Skálum í bobbelí þegar þú kemur heim!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?