11.11.07

Ég er svo hrifin af Ingibjörgu Sólrúnu

Já, þetta er stuðingsyfirlýsing. Ég er líka hrifin af Steingrími. Reyndar er ég hrifnari af honum. Við Óli vorum að horfa á Silfur Egils og Ingibjörg var í lokaatriðinu, þess vegna fær hún titilinn.

Ég er að undirbúa journal club. Það kom á mig að stjórna umræðunni á morgun. Greinin sem varð fyrir valinu er um SOA, secondary organic aerosols, agnir í loftinu sem endurspegla sólarljós. Mjög áhugavert og mikið óvitað um hegðun þessara agna.

Ég er með spurningu fyrir lesendur mína. Hún er svohljóðandi. Er sellerírót til sölu í matvöruverslunum á Íslandi? Sellerírót er nýji uppáhalds maturinn minn. Ég hef verið að elda þessa rót svolítið undanfarið. Fyrst í kartöflugratíni, síðan með öðru grænmeti. Þessi rót er svo góð, hún er unaður. Lærimeistari minn líkir henni við truflum. Ég er sammála henni.

Annars er ekkert að frétta af okkur. Bara þetta sama, vinna, dunda, elda.

Comments:
já, ég held ég geti fullyrt það að sellerírót finnist í betri matvöruverslunum borgarinnar.
kv. sk
 
já, ég er nokkuð viss um það líka.
 
Æðislegt! Takk, fyrirgefiði ef ég móðgaði einhvern. Mér fannst það hálf svona eitthvað þegar maður nokkur spurði mig í fullri alvöru hvort kúskús finndist á Íslandi..

En sellerírót er ekki eins og kús kús. Ég man bara um síðustu jól þá fékkst ekki ferskt sellerí og grænmetið var bara ekki eins og maður á að venjast á fertugustu breiddargráðu, hvorki úrval né gæði. Allavegana, takk fyrir svörin.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?