5.11.07

Er einhver búinn að sjá nýjustu skýrsluna um

mataræði og heilsu? Óli er búinn að lesa hana og fræða mig um það að til að komast hjá því að fá krabbamein er gott að borða 600 grömm á dag af sterkju-mögru grænmeti. Kartöflur, sætar eða ekki, maís, baunir eru dæmi um grænmeti sem er sterkju-ríkt. Einnig er mælt með því að borða aðeins um 300 gr af rauðu kjöti á viku. Ekki borða orkuríka fæðu, mælt er með því að 100 gr. af mat innihaldi aldrei meira en 150 kaloríur. Skinku og annað reykt kjöt á að forðast. Sjónvarpsgláp veit ekki á gott og reykingar eru náttúrulega no-no númer eitt.

Ég myndi segja að lifnaðarhættir okkar Óla séu svona 60% í samræmi við þessa skýrslu. Við reykjum ekki og hreyfum okkur þónokkuð. Mættum hreyfa okkur meira. Við borðum sennilega svona 300 gr af kjöti á viku en þar er með talin skinka, ósöltuð (það er plús). Við borðum ekki 600 grömm af sterkjulausu grænmeti og ávöxtum á dag, held ég, en ég veit það samt ekki, ég myndi segja 400 gr. Allavegana undanfarnar 2 vikur höfum við reyndar borðað mjög mikið af eplum. Við borðum þónokkuð af brauði, osti, mjólk og hrísgrjónum. Þannig að næsta skrefið hjá okkur í fæðumálum er að borða meira grænt grænmeti.

Fyrsti dagurinn var í dag. Ég eldaði heilan pott af rósakáli sem við borðuðum með karrísósu. Með kálinu var ommuletta með papriku, tómötum og rauðlauk. Eggin voru lífrænt ræktuð og eitt þeirra virtist vera klórað af hænu, það var allt út rispað. Það virtist eins og hún hafði ekki viljað sleppa því. Allavegana, þetta er það sem við spáðum í í dag. IPCC report fyrir krabbamein.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?