20.11.07
Duglegir krakkar
Vá, ég er svo imponeruð yfir nýju fyrsta árs nemunum okkar. Þau eru fimm sem eru kínversk og samviskusamara fólk hef ég varla hitt. Þau lesa allt í meiri þaula en ég hefði haldið að væri hægt. Spáð er í hverri einustu setningu og ekki látið staðar numið fyrr en fullkominn skilningur er fyrir hendi.
Það er kominn dagsetning á proposal-fyrirlesturinn minn. Á miðvikudaginn eftir viku. Ég sýndi leiðbeinandanum mínum 20 blaðsíðna skjalið mitt. Hann skoðaði það aðeins og sagði að það liti út eins og proposal skjal og ég ætti að halda fyrirlestur. Þannig að það er næst á dagskrá.
Það er kominn dagsetning á proposal-fyrirlesturinn minn. Á miðvikudaginn eftir viku. Ég sýndi leiðbeinandanum mínum 20 blaðsíðna skjalið mitt. Hann skoðaði það aðeins og sagði að það liti út eins og proposal skjal og ég ætti að halda fyrirlestur. Þannig að það er næst á dagskrá.