1.11.07
$100
Hundrað dollarar! Það eru peningarnir sem ég fæ fyrir að halda fyrirlestur í barnaskólum borgarinnar. Jei! Mér líður eins og Al Gore. Ég leyfði konunni að bóka mig fyrir annan fyrirlestur hiklaust. Mér finnst ekkert smá gaman að vera komin með nógu mikið sjálfstraust til að geta rúntað um og talað um veðurfarsbreytingar. Enn skemmtilegra er að það er áhugi í heiminum fyrir því að ég geri það.