11.10.07

nammi nammi lyklaborð

Hér á skrifstofunni minni er þunglyndisský sem vill ekki fara. Það eina góða sem gerðist í dag var að ég fór yfir til tölvugæjanna og fékk nýtt lyklaborð í tölvuna mína því i-ið í hinu var bilað. Síðan kom í ljós að þetta lyklaborð er miklu betra en gamla lyklaborðið. Takkarnir eru mýkri, það heyrist ekkert í því og það er algjör unaður að skrifa með því. Eða þannig. Ljómandi gott lyklaborð.

Það sem er að angra mig er að líkanið mitt getur ekki spáð fyrir fluxinu á 2 kílómetra dýpi. Hitt líkanið virkar alls ekki og ég er ekki búin að skrifa 30 síðna inngang. Bögg bögg bögg. Kannksi með þessu nýja lyklaborði getur eitthvað af þessu farið að ganga betur.

Reyndar gerðist eitt gott í dag. Ég fékk tölvupóst útaf ráðstefnu sem ég er að fara á í desember. Og það lítur út fyrir að ég fái að halda fyrirlestur. Í sessjóni með tvemur svaka frægum gæjum. Eeek. Svaka scary. En náttúrulega voða gaman.

Comments:
wow mín bara moving up in the world!
en segðu mér hvenær er stefnt að því að klára doktorsdoðrantinn?
 
já já já já, gaman að heyra í þér Vala mín
 
Til hamingju Tinna.
Frábært tækifæri til að kynna líkanið og rannsóknina.
Kveðja,
Gía
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?