3.9.07
Spenna
Undanfarinn mánuð er ég búin að lesa 3 íslenskar spennusögur: Þriðja táknið eftir Yrsu Sigurðardóttur, Konungsbók eftir Arnald Indriðason og Skipið eftir Stefán Mána. Ég get ekki annað sagt en að það hafi verið mjög ánægjulegt og spennandi. Ég hugsa að mér hafi fundist Konungsbók skemmtilegust. Hún var líka best skrifuð. Og það skiptir máli. Skipið er reyndar líka vel skrifuð og persónusköpunin er góð. Þriðja táknið er með smá byrjendabrag en hún er samt spennandi og fyndin aðeins.
Núna er ég byrjuð að lesa Aldingarðinn hans Ólafs Jóhanns. Það er svo gaman þegar maður dettur inní lestrarham. Það er svo gaman að lesa. Marcia, frænka mín (ég segi bara eins og skiptinemabörnin!) skildi eftir allskonar lestrarefni, m.a. fullt af New Yorkers. Núna þegar við erum ekki áskrifendur að dagblaði er gott að eiga 2 mánaða birgðir af skemmtilegu tímariti til að lesa með morgunmatnum.
Annars er ég náttúrulega að skrifa abstrakt. It´s that time of the year again. Það er ágætt nema leiðbeinandinn er að skokka um úti í skógi. Og kemur ekki fyrr en fresturinn er útrunninn. Svo ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Eða svona. Það góða er að ég man síðan í fyrra að fresturinn rennur út klukkan 6. Þannig að það verður ekkert stress-panik í ár.
Síðan er í dag verkalýðsdagurinn. Sem er náttúrulega frídagur. Við Óli ætlum í tilefni þess að kíkja aðeins upp í sveit í klifur. Jibbí! En bara þegar ég er búin að skrifa eins og eina til tvær málsgreinar í viðbót.
Núna er ég byrjuð að lesa Aldingarðinn hans Ólafs Jóhanns. Það er svo gaman þegar maður dettur inní lestrarham. Það er svo gaman að lesa. Marcia, frænka mín (ég segi bara eins og skiptinemabörnin!) skildi eftir allskonar lestrarefni, m.a. fullt af New Yorkers. Núna þegar við erum ekki áskrifendur að dagblaði er gott að eiga 2 mánaða birgðir af skemmtilegu tímariti til að lesa með morgunmatnum.
Annars er ég náttúrulega að skrifa abstrakt. It´s that time of the year again. Það er ágætt nema leiðbeinandinn er að skokka um úti í skógi. Og kemur ekki fyrr en fresturinn er útrunninn. Svo ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Eða svona. Það góða er að ég man síðan í fyrra að fresturinn rennur út klukkan 6. Þannig að það verður ekkert stress-panik í ár.
Síðan er í dag verkalýðsdagurinn. Sem er náttúrulega frídagur. Við Óli ætlum í tilefni þess að kíkja aðeins upp í sveit í klifur. Jibbí! En bara þegar ég er búin að skrifa eins og eina til tvær málsgreinar í viðbót.
Comments:
<< Home
mér finnst ólafur jóhann vera ofmetnasti rithöfundur íslands ef af má dæma þessa blessuðu bók hans aldingarðinn. þvílíkt samansafn af yfirborðskenndum, fyrirséðum og drepleiðinlegum sögum...plís people give me a break þetta eru ekki bókmenntir fyrir 5 kall!
sorrý tinna bara varð :)
sorrý tinna bara varð :)
Já Vala, ég er bara nokkuð sammála þér.. ég les hann alveg en ég hef ekki mjög gaman af, eða svona, allavegana nógu gaman til að ég hætti ekki í miðju kafi en ég verð aðeins pirruð á honum. Ég held reyndar að eldri kynslóðin fíli hann Ólaf betur. Kannski vantar bara smá þroska hjá okkur, hmmm?
Skrifa ummæli
<< Home