13.9.07

huggulegheit

Hérna í Chicago er veðurfar frábrugðið því sem gengur og gerist á Íslandi. Á báðum stöðum myndi ég lýsa því sem öfgakenndu en mismunurinn fellur í því að í Chicago á það við um hitastig, en á Íslandi í vindi. Hérna í Chicago verður mjög heitt á sumrin, yfir 40 gráður stundum og eins svaka kalt á veturna, undir 20 gráðum í frosti. Á Íslandi eru þessar tölur svona 20 og -10. Í Chicago bærist varla hár á höfði manns allt árið um kring. Á Íslandi fær hárið ekki stundarfrið.

Af hverju er ég að tala um veðrið? Það var svo gott veður í dag svo við Óli röltum á franska kaffihúsið í hverfinu og fengum okkur kaffi og bakkelsi. Það var hrikalega huggulegt, en sérstaklega vegna þess hversu gott veðrið var. Það er svo innilega ekkert spennandi að gerast hérna í Chicago. Eins og sést.

Óli er að fara til New York um helgina en ekki ég. Hann er að fara í steggjapartí. Mér finnst það nokk ósangjarnt að strákar fá steggja partí en stelpur bridal shower. Ég hef einu sinni farið í þess konar sturtu og það var sko ekkert til að hrópa húrra yfir.

Comments:
Sammála því!
Why do guys get all the fun?!?

Kv.
Sigurdís
 
en bíddu er þá ekki málið að búa bara til gott gæsapartí??? helv**** vindurinn búin að vera gera mann brjálaðan undanfarna daga.
 
goose-party? Jú jú, einhvern vegin er bara ekki hefð fyrir því.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?