20.9.07

Halló

Ég er alveg hrikalega hrifin af rap og hip hop. Það finnst mér hálf undarlegt því ég er þrítug hvít kona og það passar ekki við steríótýpuna af þeim hópi. En afturámóti þá er ég kannski ekki þessi týpíska þrítuga kona, þar sem enginn er það. Enginn er týpískur. Allavegana enginn sem ég þekki. Anyways, við fórum í sumar á rap-ljóðalestur og mig langar svo að fara á svoleiðis aftur. Það var svo gaman. Einnig fór ég á rap-skemmtun þegar ég var í Danmörku og er það eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Það er svo yndislegt að heyra fólk tjá sig á listrænan máta um eitthvað sem því er hugleikið. Það er eitthvað svo inspiring. Og það er svo góð tilfinning að vera inspired. Agalegt þegar maður gleymir móðurmálinu sínu.

Comments:
Held að íslenska orðið sé inspíreraður, kemur af inspírasjón.
 
Hæ elskurnar, fylgist alltaf með ykkur reglulega...sé að þið hafið það gott ;) en sé einhvern veginn ekki Tinnu fyrir mér sem rappara...hihihihihihi

knús frá Heiðu frænku
 
"Hip-Hop and you don´t stop"
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?