10.9.07

Evrópskt mataræði

Venjulega finnast mér mánudagar ekkert sérstaklega erfiðir en í dag var sagan önnur. Herlegheitin byrjuðu þegar ég leit á vekjaraklukkuna í morgun og hún var tíu mínútur í ellefu. Agalegt en bara ein leið til að díla við það. Jæja, ég kemst í skólan, dunda eitthvað, skoða niðurstöður keyrslunnar um helgina, hmm, nenni ekki að spekúlera í því núna. Best að reyna að skrifa eitthvað. Nenni því ekki heldur. Hvað er í gangi? Af hverju kem ég engu í verk? Hvað er að? Ég er ekki svöng en mig langar í eitthvað.. hvað gæti það verið?

Kaffi. Ég hafði ekki gefið mér tíma til að laga kaffi í morgun. Rauk bara út. Þegar ég fattaði það lagaði ég súper espresso bolla og gerði úr honum amerikano. Allt féll í ljúfa löð. Ég er búin að skrifa eina setningu og setja inn tilvitnun. Lesa hálfa grein og núna búin að skrifa hálft blogg. Skil ekki hvernig ég gat gleymt því að fá mér kaffibolla.

Allavegana, það sem ég ætlaði að skrifa um voru veitingastaðirnir sem við tékkuðum á um helgina. Á fimmtudaginn ætluðum við á pólskan stað því Chicago er með hæstu höfðatölu Pólverja allra borga í Bandaríkjunum. En við höfum aldrei smakkað pólskan mat. Rennum upp að honum um hálfníuleytið og það er kyrfileg járngrind sem lokar fyrir innganginn og þegar við rýnum innum gluggann (sem er varla hægt vegna þess hversu skýtug rúðan er) sjáum við konu, sem veifar höndunum í gríð og erg. Hvað er að? Óli hringir í hana og kemst að því, eins og hefði mátt geta sér til um, að það er búið að loka. Það lokar klukkan átta.

Eins gott að við erum með bækling í bílnum þar sem tilgreindir eru um 20 súper góðir veitingastaðir eftir hverfum. Gátum við því komist að því að þýskur veitingastaður er í nágrenninu. Brunum við af stað til little-Germany og á svaka sætan þýskan stað. Skjaldamerki upp um alla veggi og jóðl á fóninum. Óla fannst hann vera sjö ára aftur. Hann fékk rouladen en ég kálfakjöt með brúnni sósu. Bæði fengum við sætt rauðkál og spetze. Og stóran bjór með. Eplaböku og snaps í eftirmat. Hrikalega ljúft.

Á laugardaginn gerðum við aðra tilraun til að fá pólskan mat. Komum klukkan fjögur. Fengum epla-bláberja-..berja saft heimatilbúna, rauðrófu-súpu (borscht) og pulsu-súpu, kartöflu-pönnukökur(placki kartoflane) og kartöflu-púrrulauks ravíólí (pierogi). Við vorum mjög ánægð með þennan mat, sérstaklega súpurnar, þær voru alveg súper.

Comments:
Mér finnst pólskur matur mjög skemmtilegur, sér í lagi súpurnar (rauðrófusúpa, namm og sveppasúpa í brauðskál, japl), en hann er afskaplega mettandi með allan sinn sýrða rjóma og steikta bras. Ég mæli líka eindregið með sernik, pólskri ostatertu :o)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?