26.9.07

499

Undur og stórmerki gerast endrum og sinnum. Í dag mætti ég í vinnuna klukkan hálf níu. Alveg ótrúlega gott. Er búin að klára eina málsgrein og klukkan ekki orðin níu. Við fórum upp í sveit um helgina, í Northern Illinois að heimsækja Y-J og Söru sem fluttu þangað í hálft ár, hún að rækta grænmeti, hann að skrifa doktorsritgerð. Þar eru stofnanir sem vinna að því að breyta ökrum í prairy (sléttu) landslag. Þær rífa upp allar plöntur sem ekki eru upprunalega frá þessu svæði og sá fræum af upprunalegum plöntum. Svakalega góð tilhugsun að við erum farin að snúa við blaðinu. Engisprettur stukku út um allt og við sáum líka snák, voða lítinn og sætan.

Annars er bara allt í góðu standi hérna. Við að vinna á fullu til að geta útskrifast einhverntíman. Óli er að kenna kúrs með áhugasömum nemendum. Við erum á leiðinni upp í sveit aftur um helgina, þetta skiptið til Wisconsin, Platteville þar sem the Streichs búa. Það er svo yndislegt að fara upp í sveit.

Comments:
aaah já sveitin er yndisleg. ég fíla íslenska náttúru á haustin, crispy air og fallegir litir allt um kring.
 
Vantar bara lækjarniðinn og strá í munn :)
 
crispy air.. interesting piece of air that is. Veit samt alveg hvað þú meinar Vala:) Hæ Tinna!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?