15.8.07
The Gym
Stríðið er byrjað. Stríð mitt við gymmið um að segja upp meðlimsinu. Þetta er það sem hefur gerst til þessa:
- Tinna hringir í gymmið til að segja upp áskrift. Fær þær fregnir að hún verði að koma í gymmið í eigin persónu og fylla út eyðublað.
- Tinna fer í gymmið og eftir púlið biður hún um eyðublað til að segja upp áskriftinni. Henni er rétt eyðublað með þeim orðum að hún verði að senda það í pósti útfylltu til höfuðstöðvanna.
- Tinna fer heim að fylla út eyðublaðið og merkir við "að flytja" fyrir ástæðu þess að hún óskar ei lengur að vera meðlimur í viðkomandi samsteypu. Lítil stjarna fær hana til að lesa smáaletrið. "Vinsamlegast sendið með staðfestingu um flutning".
- Tinna hringir í samsteipuna og vill fá frekari útskýringu á þessu rugli. Hún er vinsamlegast beðin um að bíða. dúdídú - símatónlist hljómar í símanum. Almáttugur hugsar Tinna, hvað er ég búin að koma mér í... og hún man eftir aumingja Chandler þegar hann var í sömu sporum, tár fara að trítla niður vangann.. nei djók, ekki enn.
- Símadaman tilkynnir Tinnu það eftir langa mæði að hún þarf ekki að senda með neina staðfestingu, eyðublaðið eitt og sér ætti að duga.
Jæja, sjáum til, hugsar Tinna.
- Tinna hringir í gymmið til að segja upp áskrift. Fær þær fregnir að hún verði að koma í gymmið í eigin persónu og fylla út eyðublað.
- Tinna fer í gymmið og eftir púlið biður hún um eyðublað til að segja upp áskriftinni. Henni er rétt eyðublað með þeim orðum að hún verði að senda það í pósti útfylltu til höfuðstöðvanna.
- Tinna fer heim að fylla út eyðublaðið og merkir við "að flytja" fyrir ástæðu þess að hún óskar ei lengur að vera meðlimur í viðkomandi samsteypu. Lítil stjarna fær hana til að lesa smáaletrið. "Vinsamlegast sendið með staðfestingu um flutning".
- Tinna hringir í samsteipuna og vill fá frekari útskýringu á þessu rugli. Hún er vinsamlegast beðin um að bíða. dúdídú - símatónlist hljómar í símanum. Almáttugur hugsar Tinna, hvað er ég búin að koma mér í... og hún man eftir aumingja Chandler þegar hann var í sömu sporum, tár fara að trítla niður vangann.. nei djók, ekki enn.
- Símadaman tilkynnir Tinnu það eftir langa mæði að hún þarf ekki að senda með neina staðfestingu, eyðublaðið eitt og sér ætti að duga.
Jæja, sjáum til, hugsar Tinna.
Comments:
<< Home
ójá sjáum til! i'm telling you, líkamsræktarstöðvar eru fulltrúar djöfulsins!!! hef lent í þvílíku veseni með svona stórsteypur bæði hér á íslandi og í englandi.
Hæ Tinna mín ekki hætta í gymminu þú verður stór og sterk eins og Snúlla frænka ef þú heldur áfram. Bestu kveðjur Snúlla.
Snúlla mín, þú veist það nú best að maður þarf ekki á gymmi að halda til að verða stór og sterk! Fjall, klöpp og stígur hafa dugað ljómandi hingað til.
Skrifa ummæli
<< Home