22.7.07

Viðburðarík helgi að vanda

Já, það er ekki lognmollunni fyrir að fara hérna í New York. Á föstudaginn fórum við Sigurdís í Guggenheim safnið og kynntumst formum tómsins. Sér í lagi fannst okkur gaman að sjá hin ýmsu listaverk Roni Horn sem er listakonan sem meðal annars hefur myndað búningsklefa sundhallarinnar. Gaman var líka að sjá listaverk Louise Bourgeois en hennar verk eru það eina sem situr eftir af skyldunámskeiðinu "General Knowlegde" frá Dubai, en líkaði mér sá kúrs tiltölulega lítið vel. Við röltum aðeins við í tískubúðir og ég náði að kaupa mér james-bond-píu-outfit en það er einmitt mikið í tísku hér í borg. Síðan fórum við á besta veitingahúsið í Chelsea, Red Cat. Ég fékk mér skötu (vá hvað hún var geggjuð! - miklu betri en sú sem ég eldaði hérna í frænkugeiminu), Sigurdís fékk silung og ég (!!) valdi ljómandi gott hvítvín sem fór sérstaklega vel með matnum. Þetta var hvítvín frá Vouvray í Loire dalnum. Ég var svaka upp með mér að velja vín, fékk vínsérfræðing veitingastaðsins til að koma og ræða málin og fékk að smakka það. Venjulega er Óli sá sem spyr alla spurninganna og fær að smakka. Ég fékk síðan rabbabara eftirrétt og þetta var bara alveg hrikalega huggulegt. Aumingja Óli var á fundi fram á kvöld (top-secret krísa í vinnunni) en við Sigurdís nutum þessa enn betur fyrir vikið.

Á laugardaginn fórum við í göngutúr um hálfa Manhattan. Við túristuðumst svo mikið að ég get ekki farið að telja það allt upp. Gengum yfir Brooklynbrúnna og enduðum á Times Square sem er alveg hrikalegur staður. Skrýtið með svona túrista staði. Hollywood er svipað dæmi. Fólk vill sjá bara til að sjá. Bara til að geta sagt að maður hafi séð. Alveg agalegt. Jæja, kannski ekki svo að það réttlæti að sjúga humöret úr þessari færslu.

Sunnudagurinn. Við Óli skokkuðum í 30 stiga hita og sól þangað til það leið næstum því yfir mig. Hann fór í vinnunna og ég vann upp slugsið á föstudaginn. Í kvöldmatinn hittumst við á stað sem fær 21 í mat og núll í atmosphere. Hann var mjög góður. Ég fékk mér svaka gott pasta og Óli fékk sér smokkfiska-blek-pasta. (Þetta er ekki prentvilla)

Annað sem gerðist þessa helgi var að ég fattaði að ég hafði látið senda Harry til Chicago. Halló. Hversu viðutan getur nokkur manneskja verið?????

Comments:
Vona að þurfir ekki á áfallahjálp að halda þegar þú ert búin að lesa Potterinn eins og krakkarnir í UK. Það er víst hræðilegt að það deyr einhver og ekkert framhald! Annars hlakka ég til að lesa skrudduna á ísl. svo ég komist e-n tíma í gegn um hana.
 
Já, ég vona það líka, en svona er nú bara lífið: fólk deyr og þá sérstaklega þegar stríðs geysar. Það er um að gera fyrir fólk að átta sig á því. Sérstaklega hérna í BNA, það er í alvörunni eins og menn föttuðu það ekki. En í New York virðist annar hver maður vera að lesa Harry Potter, hvert sem maður lítur er fólk að lesa, liggjandi í grasinu, á kaffihúsi, á bekk í garði, hvert sem maður lítur sér maður einhvern niðursokkinn í doðrant. Ungir sem aldnir, jahh, aðalega reyndar fulloðið fólk, konur og karlar. Alveg æðislegt. Harry Potter atmospherið er ekkert smá gott atmosphere.
 
Harry Potter til Chicago.. hehe verðuru bara ekki að fá hana lánaða einhvers staðar?

Annars er ég búinn með mína. Leiðinlegt að hugsa til þess að þetta er búið.
 
Hæ og takk fyrir síðast.

Kom heim í morgun eftir svakafína dvöl í Boston. Mæli reyndar ekki með því að taka lestina milli NY og Boston - átti að taka 4 klst. en var 7 klst. á leiðinni þar sem lestin bilaði 2x!!! Í fyrra skiptið sátum við án loftkælingar í sól í 1 1/2 klst. og biðum eftir nýrri vél! og seinna skiptið þurftum við að skipta um lest! en ég komst á leiðarenda að lokum :o)

Takk kærlega fyrir mig, æðislega gaman að heimsækja ykkur í NY - hef haft sérstaklega gaman af kakkalakkasögunni :o)

Bkv.
Sigurdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?