24.7.07

Næturbrölt

Alveg agalegt að geta ekki sofnað því maður er svo mikið að hugsa. Fór því fram og skrifaði heillanga klausu um mikilvægi menntunar. Kvel ykkur ekki með því að setja hana hingað inn. Síðan kláraði ég að horfa á þættina sem ég sogaðist óvart inn í. Six degrees. Veit ekki hvernig ég get útskýrt af hverju ég horfði á þessa þætti. 13 þætti. Þeir eru ekki sérstaklega skemmtilegir. Þeir fjalla varla um neitt. Þetta er algjör sápuópera. Ég held satt að segja að þeir hafi verið hannaðir til að vera ávanabindandi. Ég er sannfærð um það. Frekar hallærinslegt. Af hverju ekki eyða frekar púðri í að gera skemmtilega þætti frekar en ávanabindandi þætti? Svona er nútíminn: bottom line-ið svaka mikilvægt.

Comments:
Ég verð nú að segja að það er eitthvað óstjórnlega sætt við það að fara fram úr sérstaklega til að skrifa um mikilvægi menntunar :o)

Það vantar fleira svona fólk, takk. Go Tinna!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?