1.7.07
Nammi namm
Helgarnar hérna í New York eru tvímælalaust þær huggulegustu. Þá fæ ég að sjá eiginmanninn minn sem gleður mig mikið. Þá slaka ég líka mikið á því maðurinn er uppgefinn og ég vil bara chilla með honum. Við búum við hliðiná byggingu sem var einu sinni bakarí: Chelsea Market. Þessi bygging nær yfir heila "block". Hún er milli 9. og 10. breiðgötu og 15. og 16. stræti. Sem er svolítið stórt. Árið 1890 sameinuðust 8 bakarí í "New York Biscuit Company" og bökuðu þarna kex eins og Oreo og Saltines (svipað og Ritz-kex). Það flutti síðan út um miðja síðustu öld og nú er þarna markaður. Það er slátrari, fisksali, grænmetis og ávaxtasali, ítlaskur markaður og 4 eða 5 bakarí. Eitt þeirra, Amy´s bakery, bakar bestu brauðin í bænum og þar kaupi ég baguette fyrir okkur í morgunmat. Annað sérhæfir sig í "cupcakes" og þar kaupi ég króísant, helst með möndlum. Á ítalska markaðnum kaupi ég allskonar og þar á meðal nutella, influtt, sem er miklu betra en bandarískt nutella. Svo það er augljóst að helgarnar, þá sérstaklega morgunverðurinn, geta ekki verið annað en súper. Í kvöld ætla ég til fisksalans og kaupa kræklinga. Ég er nefnilega nýbúin að uppgötva kræklinga og við erum búin að sannreyna það að nýja fiskibókin hans Óla klikkar ekki. Mmmm. Ég hugsa að kvöldmaturinn verði jafn gómsætur, ef ekki aðeins meira, en morgunmaturinn.
Comments:
<< Home
Hæ beibí, ég ákvað að prófa að kommentera á þig :-) Rosalega eru þetta huggulegar lýsingar hjá þér. Þið eruð greinilega að njóta ykkar í botn þarna... Algjör snilld að þið búið í New York! Til hamingju með árin fimm, bið að heilsa Óla :-)
Ég er sammála Völu og Siggú, slef yfir matnum og til lukku með 5 árin. Ég þarf alveg að komast að því hvað 4 ár gera hjá mér.
Takk stelpur! Endilega kíkið til okkar í heimsborgina ef svona huggulegheit freista ykkar, það er svefnsófi í stofunni og nóg til frammi.
Skrifa ummæli
<< Home