18.7.07
Æði fyrir risotto
Það er ekkert smá gaman að eiga svona góða matreiðslubók og geta uppgötvað nýjar stefnur í hverri viku. Þessi vika er bara öll um risotto. Hvernig er best að lýsa risotto? Aromatískt. Jamm. Það er einhvernveginn svo mikið af svakalega góðu, jafnframt mildu bragði í risotto. Aðalatriðið er náttúrulega soðið. Þetta er eitthvað svo heilnæmur og jarðbundinn réttur. Í kvöld eldaði ég sveppa risotto. Bjó fyrst til sveppa soð. Úr porcini og allskonar grænmeti. Í risottoinu var portabella og maður fékk svona tilfinningu eins og maður væri kominn útí sveit. Það minnti mig á það þegar við Óli vorum í hjólreiðatúr um Danmörku. Lyktin af skógi eftir að það hefur rignt, það var bragðið. Þvílík sæla.