8.7.07

Harry

Harry er að koma. Og ég var að panta hann á netinu. Það er um að gera því það er helmings afsláttur ef maður pantar áður en hún kemur í búðir og ekki mikil óvissa um hvort ég ætli að kaupa bókina. Vá hvað ég er spennt. Jei. Óli er svaka spenntur í brute wars, ef einhver veit hvað það er. Annars er ég með hálfgerðan móral yfir því að fordæma heila kynslóð á blogginu mínu. Það er náttúrulega svolítið barnalegt að benda svona á einn hóp og lýsa því yfir að hann sé vondi kallinn. Betra er að líta í eigin barm og spyrja hvað maður sjálfur getur gert.

Comments:
Ji, ég get sko ekki beðið eftir að koma höndum yfir nýju Potter bókina. Lukkunarpamfíllinn þú að geta pantað á netinu, ég þarf að halda í vonina um að hægt sé að nálgast bókina í einhverri bókabúða Asíu. Það hlýtur bara að vera hægt.
 
Ég krossa fingur fyrir þig Ásdís, vonandi færðu hana sem fyrst, annars get ég sent þér mína, býst ekki við því að vera meira en 2 daga að lesa hana :)
 
Ég bíð líka spennt en ætla að hinkra eftir ísl. útgáfunni annars yrði ég ALDREI búin að lesa hana. Kannski sp. um að skella sér á hraðlestrarnámskeið.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?