3.7.07

Góðan daginn Ameríka!

Ég er svona smám saman að verða bandarísk (í þykjustunni). Byrjaði daginn í dag á því að horfa á svona morgun-frétta-þátt. Var með þrjá Good morning America þætti sem ég fletti á milli þegar auglýsingar komu. Og hvað lærði ég? Jah, í fyrsta lagi að forseti Bush heldur að hann sé réttarkerfi og náðar vin sinn sem er búið að dæma í tveggja ára fangelsi. Síðan er búið að finna upp nýtt dót sem maður getur borðað: superfood. Það eru t.d. maukaðir ávextir sem geymast í 6 mánuði í búrinu (oj) og eitthvað fleira sem mér leist ekki á. Síðan var farið yfir það í hverju maður má vera á þjóðhátíðardeginum, sem er eimitt á morgun. Það er nú alveg ótrúlegt, en bandaríkjamenn eru hvattir til að vera í íslensku fánalitunum! Ha ha, góður brandari. Fyrir fjögra ára börn. Já, síðan voru tilkynningar um allt það hræðilega sem gerðist í nótt: fólk skotið, stungið og brennt inni. Ég hugsa að ég horfi ekki á svona þátt aftur, betra er að hlusta á NPR, það er bara svo svekkjandi hversu léleg móttakan er. Ég er búin að beygja herðatré og krækja því í græjurnar en það hjálpar ekki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?