6.7.07

Fiskiæði

Hérna á Manhattan á fólk ekki nóg af peningum, það á of mikið af þeim. Hér eru allar matvöruverslanir einsog nýkaup, nei það er ekki rétt, hvað heitir sælkerabúðin á Skólavörðustígnum? Sælkerabúðin kannski? Í matvöruverslunum á Manhattan er aðallega hægt að kaupa ólífumauk, þistilhjörtu, illy kaffi og hundrað dollara rauðvínsedik. En ég er ekkert að kvarta, það hefur lengi aðeins verið draumur hjá mér að fá illy kaffi á hverjum morgni. Í gær keypti Óli í kvöldmatinn. Það er nú ekki að spyrja að því. Ostrur í forrétt og gufusoðin skata í aðalrétt.

Þetta er í annað sinn sem við (Óli) eldum skötu. Ferska skötu. Hún er með bestu fiskum sem til er. Ég skil ekki Íslendinga að halda áfram að skemma skötuna þannig að hún verður óæt fyrir fólk sem ekki er búið að fá ára-tuga þjálfun í að endurforrita bragðlaukana. Hérmeð býð ég hverjum sem koma vill í ferska skötuveislu á Þorláksmessu. Staðsetning auglýst síðar. Halldór Laxness gerði grín að Íslendingum fyrir að hafa hvorki veitt fisk né fugl í allar þessar aldir, það eins sem það vildi sjá var rollan, hann skildi ekki hversu heimskt fólk gat verið. Mér finnst þetta vera svipað. Í dag eru til frysti-togarar, skápar, kælar og ker, en samt sem áður förum við svona með fiskinn og afsökum okkur með orðum eins og arfleifð, hefð, siðir, gamalt og gott. Gott fólk, það eru kannski 40 ár síðan almenningur byrjaði að borða kæsta skötu. Þessi hefð er álíka gömul og kynslóðin sem hugsar ekki um annað en jeppa, fjórhjól, flísalagt baðherbergi með sjónvarp í sturtuklefanum og heimsborgar-ferðir. Hún er líka álíka gáfuleg.

Vá, ég hafði enga hugmynd að ég væri svona mikið á móti mekkanókynslóðinni. En að mínum dómi er það þessi kynslóð sem er að gera útaf við Ísland. Kaupa kaupa kaupa drasl og pick up trukka, til að sýna að það hafi staðið sig í lífinu. Jah, það að þetta lið á núna meiri peninga en er heilsusamlegt, það er bara afleiðing af tvennu: virkjanaálvera samsteypunni og 14% fyrirtækjaskatti. Fólk vinnur bara sína vinnu og fær borgað. Það er ekkert að gera nein afrek. Af hverju setur það ekki peningana inn í banka og lifir modest lífi? Af hverju er það svo heimskt að hlaða utaná sig allskonar aukahlutum haldandi að það muni færa því hamingju og virðingu? Ég skil það ekki og ég dauðskammast mín fyrir það.

Comments:
aftur segi ég þér tinna mín, það þurfa allir að eiga flatskjá!!! er það ekki annars?
 
Vala! Það þarf enginn að eiga flatskjá. En alla langar að eiga flatskjá og ég skil það alveg. Ég skil alveg að fólk er þannig gert að það langar í allt mögulegt en það sem ég skil ekki er afhverju heldur fólk ekki aftur að sér? Af hverju notar það ekki almenna skynsemi?

Það var grein um slum á Indlandi í NG um daginn. Þar var viðtal við konu sem fannst það fáránleg hugmynd að hún myndi eiga sitt eigið klósett. Hún deilir klósetti með hundruð manns og þegar borgarskipuleggjendur báru þá hugmynd upp við hana að hún fengi íbúð fyrir fjölskyldu sína og eigið salerni þá svaraði hún því að hún vildi ekki taka þátt í þessu skipulagi vegna þess hversu mikil sóun á verðmætum það væri.

Hversu merkilegt er þetta? Kona býr við sárustu fátækt en samt finnst henni ekki réttlætanlegt að hún fái það sem okkur finnst svo sjálfsagt að okkur dettur aldrei í hug að hugsa út í það.
 
Heyr Heyr!
Kv. Anna
 
P.S hvað er tölvupóstfangið hjá þér?
Anna
 
Hæ Anna! tinnsi hjá gmail.com
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?