16.7.07
Blown away
Það er dásamlegt þetta líf! Nammi namm. Á föstudaginn var ég svo lukkuleg að fá afmælis-frænku mína í heimsókn, hana Önnu Pönnu. Í tilefni þess höfðum við svaka sjávarréttarhátíð með kræklingum og skötu, spjölluðum um heima og geima, rifjuðum upp ættfræði eins og von er vísa þegar 3 frænkur koma saman og höfðum það mjög gleðilegt.
Laugardaginn byrjuðum við Óli á því að fá okkur franskan hádegismorgunverð á le petit bistro og tókum síðan lest upp alla Manhattan til the Cloisters sem trónir þar á fjallstindi. Það var bara eins og að vera komin upp í sveit, graníthellur og stór tré skyggðu á skýjakljúfana. Síðan komum við heim og ég eldaði mitt fyrsta risotto. Það var nú ekkert smá gaman.
Á sunnudaginn héldum við síðan loksins í the outer boroughs, en þangað höfum við ætlað að kíkja lengi. Við hittum Armeníska vinkonu Lilju í Williamsburg, fengum okkur brunch og röltum síðan um, kíktum á skran hjá götusölunum og á list í galleríunum. Síðan héldum við í Harlem, nánar til tekið á 555 Edgecombe Ave. íbúð 3F þar sem Frú Marjorie Eliot býr og heldur jazz tónleika í íbúðinni sinni. Þvílík upplifun. Ég gæti ekki gert því góð skil hversu ótrúlegt og yndislegt það var á þessum tónleikum. Þið verðið bara að ýta á linkinn. Og kíkja á ljóðið líka. Það er alveg akkúrat.
Laugardaginn byrjuðum við Óli á því að fá okkur franskan hádegismorgunverð á le petit bistro og tókum síðan lest upp alla Manhattan til the Cloisters sem trónir þar á fjallstindi. Það var bara eins og að vera komin upp í sveit, graníthellur og stór tré skyggðu á skýjakljúfana. Síðan komum við heim og ég eldaði mitt fyrsta risotto. Það var nú ekkert smá gaman.
Á sunnudaginn héldum við síðan loksins í the outer boroughs, en þangað höfum við ætlað að kíkja lengi. Við hittum Armeníska vinkonu Lilju í Williamsburg, fengum okkur brunch og röltum síðan um, kíktum á skran hjá götusölunum og á list í galleríunum. Síðan héldum við í Harlem, nánar til tekið á 555 Edgecombe Ave. íbúð 3F þar sem Frú Marjorie Eliot býr og heldur jazz tónleika í íbúðinni sinni. Þvílík upplifun. Ég gæti ekki gert því góð skil hversu ótrúlegt og yndislegt það var á þessum tónleikum. Þið verðið bara að ýta á linkinn. Og kíkja á ljóðið líka. Það er alveg akkúrat.
Comments:
<< Home
mmm, mér finnst Williamsburg nokkuð skemmtilegt pleis, gaman að koma útúr Subway-inu og ALLIR í converse skóm og hipstera fötum.
kveðja til NYC, Orry
Skrifa ummæli
kveðja til NYC, Orry
<< Home