24.5.07
Sumarplön
Smám saman kemst skýrari mynd á sumrið. Óli ætlar að vinna hjá Goldman Sachs sem er fjárfestingabanki í New York. Ég ætla að vinna í rannsóknunum mínum sem verða í New York þetta sumarið. Alveg ótrúlegt með þessar rannsóknir, þær æða bara út um allar trissur. Ég er að hugsa um að koma heim í 2-3 vikur í júlí og heilsa upp á frændfólk mitt. Síðan um miðjan ágúst lítur út fyrir að hópur kvenna heimsæki borgina (the city) og okkur Óla.
Við eigum félaga sem er frá New York og kallar hana alltaf the city. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á stúlku sem við þekktum einu sinni sem er frá upstate-New-York. Þeas frá New York fylki en ekki New York borg.
Allavegana, thats all, ég hugsa nú að ég hafi eitthvað nefnt þetta hérna en Vala mín eitthvað verið vant við látin þá vikuna. Kannski ekki. Ég er allavegana búin að hlakka mikið til.
Við eigum félaga sem er frá New York og kallar hana alltaf the city. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á stúlku sem við þekktum einu sinni sem er frá upstate-New-York. Þeas frá New York fylki en ekki New York borg.
Allavegana, thats all, ég hugsa nú að ég hafi eitthvað nefnt þetta hérna en Vala mín eitthvað verið vant við látin þá vikuna. Kannski ekki. Ég er allavegana búin að hlakka mikið til.
Comments:
<< Home
Takk fyrir þetta Tinna mín...við erum sum svo einföld og hæg að við þurfum að heyra hlutina þrisvar til að þeir festist í minninu :) Góða skemmtun í NYC!
Skrifa ummæli
<< Home