10.5.07

Amerísk/evrópsk bíómynd

Óli er orðinn hinn mesti hjólreiðakappi. Vill ekki ferðast öðruvísi en á hjólhestinum. Ég er bakveik og vil ekki hjóla svo þegar við ákváðum að skella okkur í bíó hjólaði Óli og ég fór í strætó og síðan hittumst við þar sem Ópera Winfrey kaupir í matinn og fengum okkur samloku og bjór í tilefni þess að það er komið sumar og ég var loksins búin í prelim. Hugmyndin var að fara í bíó líka sem er handan við götuna. Ákváðum Groundhouse, nýjustu myndina hans Quentin Tarrantino.

Við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum, þessi mynd er ólýsanleg, óviðjafnanleg. Upplifun eiginlega. Vá hvað mér finnst þeir svalir þessir gæjar. Þetta var ameríska bíómyndin. Hún varði í rúma þrjá tíma. Klukkan orðin miðnætti og við ætluðum að taka strætó heim. Það er ekki öruggt að hjóla heim einn svona seint og ég var í stuttu pilsi og það er ekki öruggt að taka strætó heim alein í stuttu pilsi. Ég er náttúrulega aldrei í stuttu pilsi, né löngu, svo ég var sérstaklega meðvituð um að vera í pilsi. Allavegana, við að missa af strætó svo ég fékk að sitja á hnakknum og Óli hjólaði þvert yfir allan miðbæinn á strætóstöðina, ég ríghélt mér í Óla, pilsið flaxaði, saxafónspil hljómaði úr næstu götu, alveg eins og í evrópskri bíómynd.

Comments:
Hljómar ótrúlega vel þessi frásögn:) Þið eruð bara að lifa lífinu!
 
Já, það er ekki annað í stöðunni en að lifa lífinu, fyrst að maður er lifandi og svona.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?